Skemmtileg og fræðandi veiðibók Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Bókin Af flugum, löxum og mönnum sem er ný veiðibók er komin út. Nú fyrir stuttu kom út bókin "Af flugum, löxum og mönnum" hjá bókaútgáfunni Drápu en bókin er skrifuð af Sigurði Héðni sem flestir veiðimenn þekkja. Sigurður hefur hingað til verið þekktastur fyrir að vera höfundur flugunnar Haugur sem er líklega ein vinsælasta og veiðnasta fluga síðustu ára. Svo veiðin er hún að sú kynslóð veiðimanna sem elst upp við bakkana núna kallar hana Rauðan Frances sinnar kynslóðar. Sigurður Héðinn lagði af stað í þá vegferð fyrir einhverju að síðan að setjast niður og skrifa þessa bók og undirritaður hefur verið með hana í höndunum í nokkra daga og lesið hana spjaldana á milli. Nú á ég líklega allar bækur um veiði sem hafa komið út á íslensku síðustu 20 ár og nokkrar eldri en það og hef ég haft ómælda ánægju af lestri þeirra í gegnum tíðina og þá sérstaklega á veturna þegar maður gerir ekki mikið annað en að telja niður dagana í fyrstu veiði komandi tímabils. Bókin hans Sigurðar er virkilega vel skrifuð og full af fróðleik og skemmtun sem hann kemur það vel frá sér að í nokkur skipti hló ég upphátt við lestur hennar. Fyrsti kafli bókarinnar heitir tilhlökkun og það er alveg ótrúlegt hvað höfundur nær að fanga nákvæmlega það hugarástand sem veiðimenn eru í áður en haldið er til veiða. Kaflinn um flugur er fyrirferðarmikill en í honum má loksins finna myndir og uppskrift að flugum sem eru að verða bæða vinsælar og veiðnar í ám landsins. Nokkrar af þessum flugum eru til þess að gera nýjar og það er þess vegna spennandi fyrir þá sem hnýta að setjast niður í vetur og skella nokkrum af þessum flugum á króka til að prófa næsta sumar. Ég verð þó að segja að kaflinn um veiðiaðferðir, þótt stuttur sé, sé líklega það besta sem veiðimenn, hvort heldur vanir eða óvanir, geta lesið. Þarna er farið yfir það sem veiðimenn þurfa að kunna eins og að veiða í beygjum, stripp, andstreymisveiði, menda, veitt og sleppt svo nokkur atriði séu nefnd. Þessu eru gerð góð skil og skýringarmyndir sem útskýra það sem um er rætt virkilega vel teiknaðar og koma efninu til skila. Að lokum er farið yfir veiðibúnað en það er ómissandi þáttur undirbúnings fyrir allar veiðiferðir. Þegar ég var búinn að lesa þessa bók einu sinni lagði ég hana frá mér en tveimur dögum síðar er ég búinn að taka hana upp aftur og fara í gegnum hana. Ég ætla bara að halda því fram að þetta sé ein besta bók um stangveiði sem hefur komið út á Íslandi fyrr og síðar. Því hefur oft verið haldið fram að það sé erfitt að gefa veiðimönnum gjafir. Sé einhver sannleikur í því þá er því hér með reddað. Þessi bók er klárlega einn besti harði pakkinn sem þú gefur þínum veiðimanni um jólin. Vel gert Siggi :) Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Nú fyrir stuttu kom út bókin "Af flugum, löxum og mönnum" hjá bókaútgáfunni Drápu en bókin er skrifuð af Sigurði Héðni sem flestir veiðimenn þekkja. Sigurður hefur hingað til verið þekktastur fyrir að vera höfundur flugunnar Haugur sem er líklega ein vinsælasta og veiðnasta fluga síðustu ára. Svo veiðin er hún að sú kynslóð veiðimanna sem elst upp við bakkana núna kallar hana Rauðan Frances sinnar kynslóðar. Sigurður Héðinn lagði af stað í þá vegferð fyrir einhverju að síðan að setjast niður og skrifa þessa bók og undirritaður hefur verið með hana í höndunum í nokkra daga og lesið hana spjaldana á milli. Nú á ég líklega allar bækur um veiði sem hafa komið út á íslensku síðustu 20 ár og nokkrar eldri en það og hef ég haft ómælda ánægju af lestri þeirra í gegnum tíðina og þá sérstaklega á veturna þegar maður gerir ekki mikið annað en að telja niður dagana í fyrstu veiði komandi tímabils. Bókin hans Sigurðar er virkilega vel skrifuð og full af fróðleik og skemmtun sem hann kemur það vel frá sér að í nokkur skipti hló ég upphátt við lestur hennar. Fyrsti kafli bókarinnar heitir tilhlökkun og það er alveg ótrúlegt hvað höfundur nær að fanga nákvæmlega það hugarástand sem veiðimenn eru í áður en haldið er til veiða. Kaflinn um flugur er fyrirferðarmikill en í honum má loksins finna myndir og uppskrift að flugum sem eru að verða bæða vinsælar og veiðnar í ám landsins. Nokkrar af þessum flugum eru til þess að gera nýjar og það er þess vegna spennandi fyrir þá sem hnýta að setjast niður í vetur og skella nokkrum af þessum flugum á króka til að prófa næsta sumar. Ég verð þó að segja að kaflinn um veiðiaðferðir, þótt stuttur sé, sé líklega það besta sem veiðimenn, hvort heldur vanir eða óvanir, geta lesið. Þarna er farið yfir það sem veiðimenn þurfa að kunna eins og að veiða í beygjum, stripp, andstreymisveiði, menda, veitt og sleppt svo nokkur atriði séu nefnd. Þessu eru gerð góð skil og skýringarmyndir sem útskýra það sem um er rætt virkilega vel teiknaðar og koma efninu til skila. Að lokum er farið yfir veiðibúnað en það er ómissandi þáttur undirbúnings fyrir allar veiðiferðir. Þegar ég var búinn að lesa þessa bók einu sinni lagði ég hana frá mér en tveimur dögum síðar er ég búinn að taka hana upp aftur og fara í gegnum hana. Ég ætla bara að halda því fram að þetta sé ein besta bók um stangveiði sem hefur komið út á Íslandi fyrr og síðar. Því hefur oft verið haldið fram að það sé erfitt að gefa veiðimönnum gjafir. Sé einhver sannleikur í því þá er því hér með reddað. Þessi bók er klárlega einn besti harði pakkinn sem þú gefur þínum veiðimanni um jólin. Vel gert Siggi :)
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði