Ragnar Sigurðsson: Tyrkirnir eru ekkert að spá í mér Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 18:00 Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira