Þorsteinn og Jóhannes á forsíðu morgundagsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 23:15 Samherjafólk skálar fyrir namibískum gestum sínum í Íslandsferð í október árið 2012. Wikileaks Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019 Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Sjá meira
Namibíski fjölmiðillinn The Namibian hefur boðað viðamikla umfjöllun um þarlendan sjávarútveg í tölublaði morgundagsins, þar sem Íslendingar koma við sögu eins og afhjúpað var í kvöld. Þar verður mútuþægni namibískra embættismanna í forgrunni, ekki síst dómsmálaráðherrans Sacky Shangala og sjávarútvegsráðherrans Benhard Esau en þeir ásamt athafnamanninum James Hatuiklipi eru sagðir hafa þegið um 150 milljónir namibíudala undir borðið. The Namibian er einn þeirra miðla sem hefur unnið úr gögnunum sem Jóhannes Stefánsson lak til Wikileaks og þarlendra stjórnvalda, en þau síðarnefndu rannsaka nú myndina sem þar er teiknuð upp. Gögnin hafa fengið heitið Fishrot Files, sem er einmitt yfirskrift fréttar á vef The Namibian þar sem greint er frá forsíðuumfjöllun morgundagsins. Á forsíðunni er slegið upp fyrirsögninni Kickback Kings, sem einfaldast væri að þýða sem Mútukóngarnir og er þar vísað til fyrrnefnda tríósins. Auk myndar úr einni af Íslandsheimsóknum Namibíumannanna, sem Samherji er sagður hafa greitt milljónir fyrir til að styrkja tengslin við namibíska ráðamenn, eru myndir af helstu persónum og leikendum í fiskveiðifléttunni. Þeirra á meðal eru Shangala, Esau og Hatuiklipi, en einnig Victória de Barros Neto, sjávarútvegsráðherra Angóla, og athafnamaðurinn Ricardo Gustavo. Íslendingar eiga jafnframt sína fulltrúa á forsíðunni; þá Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og uppljóstrarann Jóhannes, sem var stjórnandi Samherja í Namibíu. Forsíðu The Namibian á morgun má sjá hér að neðan. Tomorrow's front page: pic.twitter.com/n4SNOaSOxr— The Namibian (@TheNamibian) November 12, 2019
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14 Mest lesið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Fleiri fréttir „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Sjá meira
Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. 12. nóvember 2019 21:15
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Spyr hvað þjóðin geri nú Sighvati Björgvinssyni var brugðið að sjá hvernig Samherji hefur umgengist namibískt kvótakerfi, kerfi sem Íslendingar hafi átt átt stóran þátt í að móta og koma á laggirnar. 12. nóvember 2019 22:14