Engin frásögn segir alla söguna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 09:00 "Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur,“ segir Bragi Ólafsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Staða pundsins – sjálfsævisaga, en ekki mín eigin, er ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist á árunum 1976-1977, en einnig 40 árum síðar, og í forgrunni eru mæðginin Madda og Sigurvin sem ákveða að ferðast til Englands og heimsækja vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins. Tónlist kemur mjög við sögu í bókinni. „Ég hef verið með þennan titil lengi í höfðinu, og langaði alltaf til að byggja heila sögu á hinu klassíska enska verslunarbréfi. Enda lærði ég að setja upp slíkt bréf í Verzlunarskólanum. En það þarf alltaf árekstur tveggja hugmynda til að koma af stað sögu, og niðurstaðan varð þessi saga hér um drenginn og móðurina, og föðurinn sem breytir lífi þeirra með því að víkja úr vegi. Áttundi áratugur síðustu aldar á Íslandi er auk þess spennandi tími í mínum augum, ekki síst í ljósi fjarlægðarinnar sem var við önnur lönd, í víðari skilningi en bara landfræðilegum. Í sögunni vísa ég markvisst í tónlist sem bregður ljósi á ástand okkar og menningu, og nýtist sem element í þroskasögu mæðginanna,“ segir Bragi. „Tvær síðustu skáldsögur mínar hafa öðrum þræði verið óður til ákveðinna listaverka eða tegundar listar og þessi nýjasta er það líka, þótt ég nefni ekki berum orðum hvert sagan leiðir mann.“Ástar-haturs samband Önnur aðalpersónan, Madda, heldur dagbók, og frásögnin í sögunni stýrist mikið til af þeirri bók. „Madda er þó ekki eini sögumaður bókarinnar, og sjálfur veit ég ekki alltaf hver talar hverju sinni, eða hver á þær skoðanir sem settar eru fram í textanum. Og eins og nefnt er í sögunni, og kynningu á henni, er þetta hálf saga, ekki bara í þeim skilningi hvernig hún endar. Því engin frásögn, hversu nákvæm sem hún kann að vera, segir alla söguna. Þessi bók er reyndar búin að ganga í gegnum alls konar frásagnaraðferðir. Það tók mig svolítinn tíma að ganga frá henni, að ná rétta tóninum. Þetta hefur verið eins konar ástar-haturssamband, en ég vona að í huga höfundar hafi ástin sigrað. Því ég veit það ekki enn þá. Mig grunar þó að þessi erfiða fæðing sögunnar hafi krafist þess af mér að ég leyfði mér meiri tilfinningasemi en ég hef hingað til gert.“Þeirra hefnd Dauðinn er áberandi í Stöðu pundsins og þar er sjaldnast um að ræða „eðlilegan“ dauðdaga. „Líklega hef ég í fleiri bókum gert mikið af því að drepa sögupersónur, þá aðallega karlmenn á miðjum aldri eða eldri, en ég er líka farinn að sætta mig við að ég eigi skilið að fara sömu leið og þessar persónur, þegar að því kemur. Jafnvel voveiflega. Það verður þeirra hefnd. Reyndar er faðirinn í sögunni kallaður Eldri, og ég þykist vita að honum sé ekkert sérstaklega hlýtt til mín.“ Það er húmor í þessari bók Braga eins og öðrum bókum hans, en kannski lúmskari nú en oft áður. „Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur. Ég held þó að það sé harmur í undirlagi sögunnar, enda byggir hún óbeint á tragískum atburðum sem gerðust í raun og veru. En til þess að áðurnefnd tilfinningasemi nái ekki alveg yfirhöndinni verður að vera til staðar ákveðin kaldhæðni. Hún er mér nauðsynleg til að ég lifni við hið innra.“Þarf ekki hengiflug Alls kyns hugleiðingar og útúrdúrar eru sömuleiðis sterk einkenni á verkinu. „Ég hafði skrifað niðurlagið mjög snemma í ferlinu, þótt byggingin tæki nokkrum breytingum á leiðinni. En ef það eru útúrdúrar í sögunni, þá tengjast þeir efninu. Og andanum. Og vísa oftar en ekki í niðurlagið. Ég veit að mörgum finnst erfitt að fá ekki eðlilega framvindu í skáldsögu, eða hefðbundið upphaf, ris og niðurstöðu, en sjálfur fer ég ekki fram á það þegar ég les bækur. Ég lít á minn skáldskap sem raunsæislegan í grunninn, og verð alltaf að hafa ákveðið jarðsamband, en klassísk uppsetning skáldsagna er ekki raunsæi. Óreiðan og stefnuleysið er það miklu frekar. Annars hef ég ekki hugmynd um hvað raunsæi þýðir í skáldskap. Líklega er það ekki til. En fyrir mitt leyti þarf ég ekki eitthvert hengiflug í lok kafla til að nenna að lesa þann næsta. Og þaðan af síður eitthvert svokallað erindi eða sögn. Það er tónninn eða andrúmsloftið sem segir mér miklu meira. Og jafnvel form verksins, sem vekur mig frekar til umhugsunar um þau mál sem svo oft er reynt að þröngva upp á mann í formi skilaboða. Í kynningarbæklingi sem var gefinn út um bókina stendur að hún fjalli um smásteinana á skóbotninum, og ég get alveg tekið undir það. Um pirringinn, óþolið og núninginn, ekki síst í listinni, til dæmis í því ákveðna verki sem má segja að liggi til grundvallar sögunni. Í bæklingnum er líka nefnt að sú hugmynd hafi komið upp að kalla bókina Hetjurnar, en að fallið hafi verið frá því. Hvað sem því líður, þá eru sögupersónurnar hetjur. Að minnsta kosti söguhetjur. Burtséð frá því hver staða pundsins er hverju sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Staða pundsins – sjálfsævisaga, en ekki mín eigin, er ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist á árunum 1976-1977, en einnig 40 árum síðar, og í forgrunni eru mæðginin Madda og Sigurvin sem ákveða að ferðast til Englands og heimsækja vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins. Tónlist kemur mjög við sögu í bókinni. „Ég hef verið með þennan titil lengi í höfðinu, og langaði alltaf til að byggja heila sögu á hinu klassíska enska verslunarbréfi. Enda lærði ég að setja upp slíkt bréf í Verzlunarskólanum. En það þarf alltaf árekstur tveggja hugmynda til að koma af stað sögu, og niðurstaðan varð þessi saga hér um drenginn og móðurina, og föðurinn sem breytir lífi þeirra með því að víkja úr vegi. Áttundi áratugur síðustu aldar á Íslandi er auk þess spennandi tími í mínum augum, ekki síst í ljósi fjarlægðarinnar sem var við önnur lönd, í víðari skilningi en bara landfræðilegum. Í sögunni vísa ég markvisst í tónlist sem bregður ljósi á ástand okkar og menningu, og nýtist sem element í þroskasögu mæðginanna,“ segir Bragi. „Tvær síðustu skáldsögur mínar hafa öðrum þræði verið óður til ákveðinna listaverka eða tegundar listar og þessi nýjasta er það líka, þótt ég nefni ekki berum orðum hvert sagan leiðir mann.“Ástar-haturs samband Önnur aðalpersónan, Madda, heldur dagbók, og frásögnin í sögunni stýrist mikið til af þeirri bók. „Madda er þó ekki eini sögumaður bókarinnar, og sjálfur veit ég ekki alltaf hver talar hverju sinni, eða hver á þær skoðanir sem settar eru fram í textanum. Og eins og nefnt er í sögunni, og kynningu á henni, er þetta hálf saga, ekki bara í þeim skilningi hvernig hún endar. Því engin frásögn, hversu nákvæm sem hún kann að vera, segir alla söguna. Þessi bók er reyndar búin að ganga í gegnum alls konar frásagnaraðferðir. Það tók mig svolítinn tíma að ganga frá henni, að ná rétta tóninum. Þetta hefur verið eins konar ástar-haturssamband, en ég vona að í huga höfundar hafi ástin sigrað. Því ég veit það ekki enn þá. Mig grunar þó að þessi erfiða fæðing sögunnar hafi krafist þess af mér að ég leyfði mér meiri tilfinningasemi en ég hef hingað til gert.“Þeirra hefnd Dauðinn er áberandi í Stöðu pundsins og þar er sjaldnast um að ræða „eðlilegan“ dauðdaga. „Líklega hef ég í fleiri bókum gert mikið af því að drepa sögupersónur, þá aðallega karlmenn á miðjum aldri eða eldri, en ég er líka farinn að sætta mig við að ég eigi skilið að fara sömu leið og þessar persónur, þegar að því kemur. Jafnvel voveiflega. Það verður þeirra hefnd. Reyndar er faðirinn í sögunni kallaður Eldri, og ég þykist vita að honum sé ekkert sérstaklega hlýtt til mín.“ Það er húmor í þessari bók Braga eins og öðrum bókum hans, en kannski lúmskari nú en oft áður. „Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur. Ég held þó að það sé harmur í undirlagi sögunnar, enda byggir hún óbeint á tragískum atburðum sem gerðust í raun og veru. En til þess að áðurnefnd tilfinningasemi nái ekki alveg yfirhöndinni verður að vera til staðar ákveðin kaldhæðni. Hún er mér nauðsynleg til að ég lifni við hið innra.“Þarf ekki hengiflug Alls kyns hugleiðingar og útúrdúrar eru sömuleiðis sterk einkenni á verkinu. „Ég hafði skrifað niðurlagið mjög snemma í ferlinu, þótt byggingin tæki nokkrum breytingum á leiðinni. En ef það eru útúrdúrar í sögunni, þá tengjast þeir efninu. Og andanum. Og vísa oftar en ekki í niðurlagið. Ég veit að mörgum finnst erfitt að fá ekki eðlilega framvindu í skáldsögu, eða hefðbundið upphaf, ris og niðurstöðu, en sjálfur fer ég ekki fram á það þegar ég les bækur. Ég lít á minn skáldskap sem raunsæislegan í grunninn, og verð alltaf að hafa ákveðið jarðsamband, en klassísk uppsetning skáldsagna er ekki raunsæi. Óreiðan og stefnuleysið er það miklu frekar. Annars hef ég ekki hugmynd um hvað raunsæi þýðir í skáldskap. Líklega er það ekki til. En fyrir mitt leyti þarf ég ekki eitthvert hengiflug í lok kafla til að nenna að lesa þann næsta. Og þaðan af síður eitthvert svokallað erindi eða sögn. Það er tónninn eða andrúmsloftið sem segir mér miklu meira. Og jafnvel form verksins, sem vekur mig frekar til umhugsunar um þau mál sem svo oft er reynt að þröngva upp á mann í formi skilaboða. Í kynningarbæklingi sem var gefinn út um bókina stendur að hún fjalli um smásteinana á skóbotninum, og ég get alveg tekið undir það. Um pirringinn, óþolið og núninginn, ekki síst í listinni, til dæmis í því ákveðna verki sem má segja að liggi til grundvallar sögunni. Í bæklingnum er líka nefnt að sú hugmynd hafi komið upp að kalla bókina Hetjurnar, en að fallið hafi verið frá því. Hvað sem því líður, þá eru sögupersónurnar hetjur. Að minnsta kosti söguhetjur. Burtséð frá því hver staða pundsins er hverju sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira