„Vöndum til verka“ – hópuppsagnir og jafnréttismál Alfreð kynnir 13. nóvember 2019 15:00 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs í Háskólanum í Reykjavík og félagsmaður í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Mannauður Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt. Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira