Dregið í EM-umspilið eftir viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2019 09:27 Íslenska liðið sem byrjaði leikinn gegn Tyrklandi í gær. vísir/getty Eftir markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í gær á Ísland ekki lengur möguleika á að fara beint á EM 2020. Frakkland og Tyrkland eru örugg með efstu tvö sætin í H-riðli undankeppninnar. Íslendingar eiga hins vegar enn möguleika að komast á annað Evrópumótið í röð í gegnum umspil. Það fer fram í lok mars á næsta ári. Þar þarf Ísland að vinna tvo leiki til að komast á EM. Dregið verður í umspilið eftir viku, eða föstudaginn 22. nóvember.Nánari útskýringu á umspilinu má lesa hér og neðar í fréttinni. Ekki liggur enn fyrir hvaða liðum Ísland getur mætt í umspilinu í mars 2020 en ef Sviss kemst beint inn á EM mætir Ísland líklega Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í umspilinu. Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins sem fara fram 26. mars. Það kemur svo í ljós næsta föstudag hvar úrslitaleikurinn í umspilinu 31. mars fer fram.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Umspilið útskýrt Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 er enn ekki lokið. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna. A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland) B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland) C-deild: 13 lið komast ekki áfram D-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðu A-deild: Ísland, Sviss, ???, ??? B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-Írland C-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ??? D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39 UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30 Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22 Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Eftir markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í gær á Ísland ekki lengur möguleika á að fara beint á EM 2020. Frakkland og Tyrkland eru örugg með efstu tvö sætin í H-riðli undankeppninnar. Íslendingar eiga hins vegar enn möguleika að komast á annað Evrópumótið í röð í gegnum umspil. Það fer fram í lok mars á næsta ári. Þar þarf Ísland að vinna tvo leiki til að komast á EM. Dregið verður í umspilið eftir viku, eða föstudaginn 22. nóvember.Nánari útskýringu á umspilinu má lesa hér og neðar í fréttinni. Ekki liggur enn fyrir hvaða liðum Ísland getur mætt í umspilinu í mars 2020 en ef Sviss kemst beint inn á EM mætir Ísland líklega Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í umspilinu. Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins sem fara fram 26. mars. Það kemur svo í ljós næsta föstudag hvar úrslitaleikurinn í umspilinu 31. mars fer fram.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Umspilið útskýrt Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 er enn ekki lokið. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna. A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland) B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland) C-deild: 13 lið komast ekki áfram D-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðu A-deild: Ísland, Sviss, ???, ??? B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-Írland C-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ??? D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39 UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30 Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22 Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39
UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30
Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22
Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26
Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann