Namibíumenn móðguðust vegna íslenska lambakjötsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 09:55 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30