Bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:32 Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira