Hamren: Við verðum með okkar besta lið Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Erik Hamren með Frey Alexanderssyni rétt fyrir leikinn á móti Tyrkjum. Getty/Salih Zeki Fazlioglu Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Erik Hamren veit ekki alveg við hverju hann á að búast þegar Ísland mætir Moldóvu í undankeppni EM í kvöld en þetta er lokaleikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2002. Ástæða er að nýr þjálfari Moldóva breytti miklu í sínum fyrsta leik og þar stóðu hans menn mjög vel og stríddu heimsmeisturum Frakka. „Ég hef talað við alla leikmenn sem voru að spila á móti Tyrkjum og þeir eru tilbúnir í leikinn og vilja enda undankeppnina vel sem er að vinna leikinn,“ sagði Erik Hamren. „Það var erfið áskorun fyrir okkur að mæta Tyrkjum og þetta verður líka erfiður leikur en á öðruvísi hátt. Ég býðst við því að við verðum mun meira með boltann en Moldóva. Við munu reyna að sækja meira en á móti Tyrklandi,“ sagði Erik „Þeir eru með nýjan þjálfara sem var að stýra þeim í fyrsta skiptið á móti Frökkum þar sem þeir spiluðu vel og voru nálægt því að ná í stig. Það var eftirtektarvert,“ sagði Erik „Við vitum ekki alveg hvernig hann mun spila en við höldum að hann eigi eftir að spila eins og á móti Frökkum. Þegar við mættum þeim í Reykjavík þá spiluðu þeir 4-4-2 /4-3-3 en á móti Frökkum voru þeir í leikkerfinu 5-3-2. Hann kom líka með fimm nýja leikmenn inn í liðið. Við verðum því að sjá til því erum ekki öruggir með hvernig þeir ætla að spila,“ sagði Erik en munu yngri og óreyndari menn liðsins fá tækifærið í kvöld. „Ég hef verið að hugsa um hvað sé best að gera. Þeir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið eiga líka skilið að fá að spila því þeir hafa hjálpað liðinu mjög mikið þótt þeir hafa ekki verið mikið inn á vellinum,“ sagði Erik og bætti við: „Þetta er hins vegar keppnisleikur og við erum að berjast um stig og úrslitin hafa áhrif á stöðu liðsins á FIFA-listanum. Allt slíkt skiptir miklu máli eins og við sáum þegar við vorum í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Það er síðan líklegast að fara að skila okkur inn í umspilið. Styrkleikaröðunin skiptir miklu máli sem og að bera virðingu fyrir mótherjanum,“ sagði Erik. „Við ætlum að tefla fram okkar besta liði og bestu mönnunum í þetta verkefni. Það verða einhverjar breytingar og Alfreð er sem dæmi úr leik. Við verðum með okkar besta lið,“ sagði Erik Hamren. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira