Jón Daði: Öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Matthew Ashton Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira