Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 20:00 Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala. Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. Kókaínneysla hefur aukist mikið að undanförnu hér á landi og þar að auki er efnið sterkara. Í kvölfréttum í gær sögðum við frá því læknar á Vogi og lögregla merki fjölgun þeirra sem sprauta sig með kókaíni í æð. Í nýliðinni viku lést karlmaður á fertugsaldri eftir að hafa fengið kókín í æð. Skjólstæðingar skaðaminnkunarverkefnissins Frú Ragnheiðar eru í auknum mæli farnir að nota kókaín í æð. Þróunin byrjaði í fyrra en um er að ræða þá sem áður notuðu rítalín og amfetamín í æð. „Og hún er enn meiri núna 2019 og þetta er ákveðið áhyggjuefni vegna þess að það er mun meiri ofskömmtunarhætta af kókaíni en af öðrum örvandi vímuefnum,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Rauði krossinn hafi brugðist við með því að innleiða ofskömmtunarforvarnir er varða notkun kókaíns í æð. Kókaín er talsvert dýrara en amfetamín. Samkvæmt verðkönnun SÁÁ er meðalverð á grammi af kókaíni 14.600 krónur en grammið af amfetamíni kostar tæpar fjögur þúsund krónur. „Að öllum líkindum þá sjáum við að þeir sem eru að þróa með sér hvað erfiðasta kókaínvandann þurfa mikið að hafa fyrir því að fjármagna efnin,“ segir Svala. „Það er oft mikil skaðsemi sem tengist því bæði gagnvart þeim sjálfum og öllu samfélaginu okkar.“ Í þjóðmálaþættinum Víglínunni í gær kallaði dómsmálaráðherra eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og sagði að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Svala fagnar þessu en frumvarp á afglæpavæðingu á neysluskömmtun er nú til meðferðar á Alþingi og segir hún mikilvægt að það verði að lögum. Fólk með erfiðan vímuefnavanda verði að geta leitað til viðbragðsaðila án þess að óttast að neysluskammturinn verði gerður upptækur. „Það fyrsta sem fólk gerir er að fara fjármagna fyrir næsta skammti. Við vitum að það er gert með innbrotum og þjófnaði og sölu á efnum eða það sem við köllum kynferðislega vinnu,“ segir Svala.
Fíkn Tengdar fréttir „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta á fíkniefnaneytendur í auknum mæli sem sjúklinga fremur en glæpamenn. 17. nóvember 2019 18:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent