Öllum sakamálum hafnað í Hæstarétti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Hæstiréttur ákveður nú sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Fréttablaðið/Eyþór Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Aðeins eitt sakamál hefur verið tekið til meðferðar í Hæstarétti á grundvelli breytts hlutverks dómsins sem tók gildi í ársbyrjun 2018. Hæstiréttur hefur hafnað öllum beiðnum um áfrýjunarleyfi í sakamálum það sem af er þessu ári en alls hefur borist 31 áfrýjunarbeiðni vegna sakamála á árinu. Í fyrra bárust réttinum fjórtán beiðnir um áfrýjun sakamála og var ein slík beiðni samþykkt, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar. Það mál fór í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu og bíður nú meðferðar hjá Yfirdeild dómsins. Í einkamálum hefur dómstóllinn tekið afstöðu til 83 beiðna um áfrýjun á árinu og hefur 31 þeirra verið samþykkt. Í fyrra var hlutfall samþykktra beiðna í áfrýjunar- og kærumálum 24,6 prósent. Hlutfallið hefur verið svipað á þessu ári eða í kringum 26 prósent. Meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærubeiðna er 17,6 dagar, að því er fram kemur á vef réttarins. Í frétt á vef Hæstaréttar kemur fram að Landsréttur hafi kveðið upp dóma í 767 málum í fyrra, á sínu fyrsta starfsári sem áfrýjunardómstóll. Til samanburðar hafi Hæstiréttur kveðið upp dóma í 770 málum árið 2016. Í fyrra voru kveðnir upp 18 dómar í Hæstarétti á grundvelli nýrrar dómstólaskipunar en dómstóllinn var þá enn að ljúka við að dæma þau mál sem áfrýjað hafði verið til dómsins áður en Landsréttur tók við hlutverki áfrýjunardómstóls. Það sem af er þessu ári hafa 44 dómar verið kveðnir upp í Hæstarétti, sem samsvarar einum dómi á viku. Í fyrrnefndri frétt á vef réttarins kemur einnig fram að meðalmálsmeðferðartími áfrýjunar- og kærumála fyrir Hæstarétti var 7,6 vikur á fyrri hluta þessa árs og hefur hann styst um helming frá síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira