Kristjana og Haraldur halda á vit ævintýranna í Barcelona Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 08:30 Kristjana Arnarsdóttir ætlar að taka sér frí frá RÚV og flytja til Spánar með kærasta sínum, Haraldi Franklín. Úr einkasafni Íþróttafréttakonan og Gettu betur þulurinn Kristjana Arnarsdóttir hefur auglýst íbúðina sína til leigu og flytur til Spánar á næsta ári. Kristjana og kærasti hennar Haraldur Franklín Magnús hafa verið saman í nokkur ár og ætla að njóta næsta árs saman í sólinni og hitanum. „Við kærastinn minn ætlum að flytja til Barcelona um miðjan mars, eftir Gettu betur, bara fara smá á vit ævintýranna. Hann er afrekskylfingur þannig að hann ætlar að æfa og spila golf og ég ætla bara svolítið að taka þátt í því ævintýri,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi verið svo skemmtilegt að taka þátt í Gettu betur að hún hafi ekki getað hugsað sér að sleppa því. Þess vegna völdu þau að flytja ekki út fyrr en í mars á næsta ári. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og frábær hópur auðvitað í kringum þetta. Við erum spennt að byrja nýtt tímabil og erum aðeins byrjuð að hittast og leggja línurnar.“ Vaktavinna og mikið af ferðalögum Haraldur Franklín hefur vakið mikla athygli fyrir árangur í golfinu og eins og sagt hefur verið frá hér á Vísi, er Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. „Við ætlum að taka allavega bara næsta ár og svo bara sjáum við til. Ég tek mér ársleyfi frá RÚV og við ætlum að leyfa okkur að vera aðeins saman, sem er kannski ekki alltaf auðvelt þegar maður er í sambandi þar sem ég er í mikilli vaktavinnu og hann er mikið erlendis að spila. Við ætlum svona áður en við gerum eitthvað annað í lífinu að eiga smá tíma í heitu landi.“ View this post on InstagramÞessi búinn að eiga geggjað 2019 og er nú kominn inn á næst sterkustu golfmótaröð Evrópu eftir frábæra spilamennsku í ár. Það er svo ótrúlega gaman að sjá besta vin sinn ná markmiðum sínum A post shared by Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) on Oct 10, 2019 at 8:16am PDTÆtla að upplifa mótið saman Kristjana segir að meginástæða þess að þau eru að stökkva af stað sé að Haraldur fái þarna tækifæri til að æfa á frábærum völlum alltaf í stað þess að þurfa að treysta á veðrið hér á landi. „Við ætlum að láta reyna á þetta. Svo býður þetta upp á alls konar ferðalög. Hann er að ferðast mikið í golfinu og ég ætla að reyna að elta hann í mót. Hann komst inn á Challenge Tour mótaröðina og það er svolítið stórt þannig að við viljum líka gefa því vægi. Hann er að standa sig svo vel að mig langar að elta hann svolítið í því og upplifa það með honum.“ Hún viðurkennir að golfáhuginn sé farinn að smitast í aðra fjölskyldumeðlimi. „Ég er aðeins farin að spila. Það er svona meira foreldrar mínir og fjölskyldan í kring.“ Haraldur grípur þá inn í og bendir á að Kristjana hafi nú fengið einn „birdie“ eða fugl, en þá spilar golfarinn á einu höggi undir pari. „Þetta er allt að gerast,“ segir Kristjana og hlær. Hún ætlar að vera sjálf dugleg í golfinu á Spáni ásamt því að fara í tungumálanám. „Ég ætla að láta langþráðan draum rætast í leiðinni og læra spænsku, ég lærði hana í menntaskóla en hefur alltaf langað til að ná almennilegum tökum á henni.“ View this post on InstagramVarð 29 ára í dag. Fagnaði deginum nákvæmlega svona Skála bara seinna! A post shared by Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) on Aug 16, 2019 at 10:49am PDTDýrt að vera atvinnukylfingur á Íslandi Það eru því töluverðar breytingar framundan á íþróttadeild RÚV en Edda Sif Pálsdóttir samstarfskona Kristjönu á von á barni og er á leið í fæðingarorlof á næsta ári. Kristjana ætlar þó ekki alveg að kveðja skjáinn á meðan hún býr úti og ætlar hugsanlega að taka einhverjar vaktir á íþróttadeildinni, enda er mikið að gerast í íþróttunum á næsta ári. „Ég kem alveg heim, ég er ekki alveg að kveðja í bili en að megninu til ætla ég að reyna svolítið að leyfa mér að lifa smá. Kannski kominn tími á að aðeins að pústa.“ Þegar Kristjana og Haraldur völdu sér borg á Spáni var aðalatriðið að þar væri alþjóðaflugvöllur þar sem það auðveldi honum öll ferðalög innanlands og út fyrir landsteinana. „Það er auðvitað ótrúlega dýrt að vera atvinnukylfingur á Íslandi af því að þú ert alltaf að fljúga héðan í stað þess að geta flogið frá meginlandinu. Þannig að við erum að sjá að það muni spara okkur aðeins í útgjöldum að geta gert út þaðan.“ Kristjana segir að þau ætli bara að „lifa og njóta“ á Spáni áður en eitthvað annað gerist í þeirra lífi, njóta lífsins saman. „Við ætlum bara svolítið að leyfa þessu að ráðast. Það getur vel verið að okkur líki ekkert og viljum koma heim aftur og þá bara gerum við það. En þá allavega munum við ekkert sjá eftir því að hafa ekki stokkið á þetta þegar tækifærið gafst.“ Ástin og lífið Íslendingar erlendis Viðtal Tengdar fréttir Haraldur Franklín færist nær Áskorendamótaröðinni Í fjórða sinn í ár endaði Haraldur Franklín Magnús í 2. sæti á móti á Nordic Golf-mótaröðinni. 27. september 2019 15:03 Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús mun verða á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 9. október 2019 17:11 Kristjana í skýjunum með kærastann Kærastinn minn var bara að komast inn á Opna breska, segir íþróttafréttakonan. 4. júlí 2018 10:30 Kristjana tekur við af Birni Braga sem spyrill í Gettu betur Tilkynnt var um þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 13. desember 2018 07:51 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Íþróttafréttakonan og Gettu betur þulurinn Kristjana Arnarsdóttir hefur auglýst íbúðina sína til leigu og flytur til Spánar á næsta ári. Kristjana og kærasti hennar Haraldur Franklín Magnús hafa verið saman í nokkur ár og ætla að njóta næsta árs saman í sólinni og hitanum. „Við kærastinn minn ætlum að flytja til Barcelona um miðjan mars, eftir Gettu betur, bara fara smá á vit ævintýranna. Hann er afrekskylfingur þannig að hann ætlar að æfa og spila golf og ég ætla bara svolítið að taka þátt í því ævintýri,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi verið svo skemmtilegt að taka þátt í Gettu betur að hún hafi ekki getað hugsað sér að sleppa því. Þess vegna völdu þau að flytja ekki út fyrr en í mars á næsta ári. „Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og frábær hópur auðvitað í kringum þetta. Við erum spennt að byrja nýtt tímabil og erum aðeins byrjuð að hittast og leggja línurnar.“ Vaktavinna og mikið af ferðalögum Haraldur Franklín hefur vakið mikla athygli fyrir árangur í golfinu og eins og sagt hefur verið frá hér á Vísi, er Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. „Við ætlum að taka allavega bara næsta ár og svo bara sjáum við til. Ég tek mér ársleyfi frá RÚV og við ætlum að leyfa okkur að vera aðeins saman, sem er kannski ekki alltaf auðvelt þegar maður er í sambandi þar sem ég er í mikilli vaktavinnu og hann er mikið erlendis að spila. Við ætlum svona áður en við gerum eitthvað annað í lífinu að eiga smá tíma í heitu landi.“ View this post on InstagramÞessi búinn að eiga geggjað 2019 og er nú kominn inn á næst sterkustu golfmótaröð Evrópu eftir frábæra spilamennsku í ár. Það er svo ótrúlega gaman að sjá besta vin sinn ná markmiðum sínum A post shared by Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) on Oct 10, 2019 at 8:16am PDTÆtla að upplifa mótið saman Kristjana segir að meginástæða þess að þau eru að stökkva af stað sé að Haraldur fái þarna tækifæri til að æfa á frábærum völlum alltaf í stað þess að þurfa að treysta á veðrið hér á landi. „Við ætlum að láta reyna á þetta. Svo býður þetta upp á alls konar ferðalög. Hann er að ferðast mikið í golfinu og ég ætla að reyna að elta hann í mót. Hann komst inn á Challenge Tour mótaröðina og það er svolítið stórt þannig að við viljum líka gefa því vægi. Hann er að standa sig svo vel að mig langar að elta hann svolítið í því og upplifa það með honum.“ Hún viðurkennir að golfáhuginn sé farinn að smitast í aðra fjölskyldumeðlimi. „Ég er aðeins farin að spila. Það er svona meira foreldrar mínir og fjölskyldan í kring.“ Haraldur grípur þá inn í og bendir á að Kristjana hafi nú fengið einn „birdie“ eða fugl, en þá spilar golfarinn á einu höggi undir pari. „Þetta er allt að gerast,“ segir Kristjana og hlær. Hún ætlar að vera sjálf dugleg í golfinu á Spáni ásamt því að fara í tungumálanám. „Ég ætla að láta langþráðan draum rætast í leiðinni og læra spænsku, ég lærði hana í menntaskóla en hefur alltaf langað til að ná almennilegum tökum á henni.“ View this post on InstagramVarð 29 ára í dag. Fagnaði deginum nákvæmlega svona Skála bara seinna! A post shared by Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) on Aug 16, 2019 at 10:49am PDTDýrt að vera atvinnukylfingur á Íslandi Það eru því töluverðar breytingar framundan á íþróttadeild RÚV en Edda Sif Pálsdóttir samstarfskona Kristjönu á von á barni og er á leið í fæðingarorlof á næsta ári. Kristjana ætlar þó ekki alveg að kveðja skjáinn á meðan hún býr úti og ætlar hugsanlega að taka einhverjar vaktir á íþróttadeildinni, enda er mikið að gerast í íþróttunum á næsta ári. „Ég kem alveg heim, ég er ekki alveg að kveðja í bili en að megninu til ætla ég að reyna svolítið að leyfa mér að lifa smá. Kannski kominn tími á að aðeins að pústa.“ Þegar Kristjana og Haraldur völdu sér borg á Spáni var aðalatriðið að þar væri alþjóðaflugvöllur þar sem það auðveldi honum öll ferðalög innanlands og út fyrir landsteinana. „Það er auðvitað ótrúlega dýrt að vera atvinnukylfingur á Íslandi af því að þú ert alltaf að fljúga héðan í stað þess að geta flogið frá meginlandinu. Þannig að við erum að sjá að það muni spara okkur aðeins í útgjöldum að geta gert út þaðan.“ Kristjana segir að þau ætli bara að „lifa og njóta“ á Spáni áður en eitthvað annað gerist í þeirra lífi, njóta lífsins saman. „Við ætlum bara svolítið að leyfa þessu að ráðast. Það getur vel verið að okkur líki ekkert og viljum koma heim aftur og þá bara gerum við það. En þá allavega munum við ekkert sjá eftir því að hafa ekki stokkið á þetta þegar tækifærið gafst.“
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Viðtal Tengdar fréttir Haraldur Franklín færist nær Áskorendamótaröðinni Í fjórða sinn í ár endaði Haraldur Franklín Magnús í 2. sæti á móti á Nordic Golf-mótaröðinni. 27. september 2019 15:03 Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús mun verða á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 9. október 2019 17:11 Kristjana í skýjunum með kærastann Kærastinn minn var bara að komast inn á Opna breska, segir íþróttafréttakonan. 4. júlí 2018 10:30 Kristjana tekur við af Birni Braga sem spyrill í Gettu betur Tilkynnt var um þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 13. desember 2018 07:51 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Haraldur Franklín færist nær Áskorendamótaröðinni Í fjórða sinn í ár endaði Haraldur Franklín Magnús í 2. sæti á móti á Nordic Golf-mótaröðinni. 27. september 2019 15:03
Haraldur Franklín kominn með sæti á Áskorendamótaröðinni Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús mun verða á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. 9. október 2019 17:11
Kristjana í skýjunum með kærastann Kærastinn minn var bara að komast inn á Opna breska, segir íþróttafréttakonan. 4. júlí 2018 10:30
Kristjana tekur við af Birni Braga sem spyrill í Gettu betur Tilkynnt var um þetta í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 13. desember 2018 07:51