Óskar Hrafn: Oliver og aðrir Blikar alltaf velkomnir heim í Kópavoginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Óskar stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn gegn KA í BOSE-mótinu 16. nóvember næstkomandi. mynd/baldur hrafnkell Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira