Á góðri leið með að verða fyrsta mamman til að keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 23:00 Kara Saunders með stelpuna sína. Mynd/Instagram/karasaundo Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira