Brexitflokkurinn býður sig nú í fyrsta skipti fram í þingkosningum og mælist með um ellefu prósenta fylgi.
Leiðtogi flokksins, hinn harði útgöngusinni Nigel Farage, reyndi í dag að höfða til Boris Johnson forsætisráðherra og gerði honum tilboð ef Johnson myndi beita sér fyrir samningslausri útgöngu úr Evrópusambandinu.
„Ef Boris gerir það myndi mér finnast það afar skynsamlegt. Og í þeim tilgangi að stofna til útgöngubandalags myndi ég glaður styðja slíkt.“
Farage gerir Johnson tilboð
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Mest lesið


Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent





„Þetta verður ekki auðvelt“
Erlent


