Með höfuðverk í 28 ár Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. nóvember 2019 07:30 Steingrímur lenti í afdrifaríkum þriggja bíla árekstri 1991. Fréttablaðið/Ernir Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrrverandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Steingrímur þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuðverksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Steingrímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveiflast yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkamlegur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfileg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en valkostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekkert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki einsdæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræðumst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira