McIlroy vann í bráðabana í Sjanghaí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2019 09:40 McIlroy með sigurlaunin. vísir/getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann sigur á heimsmótinu í golfi í Sjanghaí í Kína. McIlroy hafði betur gegn Bandaríkjamanninum Xander Schauffele í bráðabana. Sá síðarnefndi átti titil að verja.Made you jump Rors!@McIlroyRory#WGCHSBCChampionspic.twitter.com/Jyxr6K0Mmd — The European Tour (@EuropeanTour) November 3, 2019 Þeir voru báðir á 19 höggum undir pari eftir lokahringinn. McIlroy lék hann á fjórum höggum undir pari en Schauffele á sex höggum undir pari. Sá bandaríski tryggði sér bráðabana með því að setja niður pútt fyrir fugli á lokaholunni. Það var hans sjöundi fugl á lokahringnum.We are headed to a playoff.@XSchauffele's birdie at the 72nd hole puts him at -19 and tied for the WGC-HSBC Champions lead. pic.twitter.com/c65FKx4YJt — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 McIlroy fékk fugl á fyrstu holunni í bráðabananum en Schauffele aðeins par og það var nóg til að tryggja þeim norður-írska sinn fyrsta sigur á heimsmótinu.The winning moment. What a performance from @McIlroyRory. pic.twitter.com/ZChJFi6Q8d — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 Þetta var jafnframt fjórði sigur McIlroys á PGA-mótaröðinni í ár. Hann tapaði ekki höggi á síðustu tveimur hringjunum á heimsmótinu.A winner in China.@McIlroyRory wins in a playoff at the WGC-HSBC Champions! The reigning #FedExCup champ claims his first victory of the season and 4th of the 2019 calendar year.#LiveUnderParpic.twitter.com/SqHDHkwirG — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku varð þriðji á 17 höggum undir pari. Hann var í 2. sæti fyrir lokahringinn. Austurríkismaðurinn Matthias Schwab, Victor Perez frá Frakklandi og Mexíkóinn Abraham Ancer voru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Matthew Fitzpatrick varð sjötti á 14 höggum undir pari. Englendingurinn var efstur eftir fyrstu tvo hringina. Golf Tengdar fréttir McIlroy með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu Norður-Írinn stefnir á að vinna heimsmótið í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. 2. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sigur á heimsmótinu í golfi í Sjanghaí í Kína. McIlroy hafði betur gegn Bandaríkjamanninum Xander Schauffele í bráðabana. Sá síðarnefndi átti titil að verja.Made you jump Rors!@McIlroyRory#WGCHSBCChampionspic.twitter.com/Jyxr6K0Mmd — The European Tour (@EuropeanTour) November 3, 2019 Þeir voru báðir á 19 höggum undir pari eftir lokahringinn. McIlroy lék hann á fjórum höggum undir pari en Schauffele á sex höggum undir pari. Sá bandaríski tryggði sér bráðabana með því að setja niður pútt fyrir fugli á lokaholunni. Það var hans sjöundi fugl á lokahringnum.We are headed to a playoff.@XSchauffele's birdie at the 72nd hole puts him at -19 and tied for the WGC-HSBC Champions lead. pic.twitter.com/c65FKx4YJt — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 McIlroy fékk fugl á fyrstu holunni í bráðabananum en Schauffele aðeins par og það var nóg til að tryggja þeim norður-írska sinn fyrsta sigur á heimsmótinu.The winning moment. What a performance from @McIlroyRory. pic.twitter.com/ZChJFi6Q8d — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 Þetta var jafnframt fjórði sigur McIlroys á PGA-mótaröðinni í ár. Hann tapaði ekki höggi á síðustu tveimur hringjunum á heimsmótinu.A winner in China.@McIlroyRory wins in a playoff at the WGC-HSBC Champions! The reigning #FedExCup champ claims his first victory of the season and 4th of the 2019 calendar year.#LiveUnderParpic.twitter.com/SqHDHkwirG — PGA TOUR (@PGATOUR) November 3, 2019 Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku varð þriðji á 17 höggum undir pari. Hann var í 2. sæti fyrir lokahringinn. Austurríkismaðurinn Matthias Schwab, Victor Perez frá Frakklandi og Mexíkóinn Abraham Ancer voru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Matthew Fitzpatrick varð sjötti á 14 höggum undir pari. Englendingurinn var efstur eftir fyrstu tvo hringina.
Golf Tengdar fréttir McIlroy með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu Norður-Írinn stefnir á að vinna heimsmótið í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. 2. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
McIlroy með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á heimsmótinu Norður-Írinn stefnir á að vinna heimsmótið í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. 2. nóvember 2019 11:30