Innflutningur á malavísku tóbaki bannaður í Bandaríkjunum vegna ásakana um barnaþrælkun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 23:45 Tóbaksakur í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa/AARON UFUMELI Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks. Bandaríkin Malaví Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Bandaríkin hafa hætt öllum innflutningi á tóbaki frá Malaví vegna ásakana um barnaþrælkun. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Bannið kemur í kjölfarið á því að mannréttindalögmenn munu flytja mál gegn British American Tobacco (BAT) fyrir hæstarétti í Lundúnum vegna barnaþrælkun á tóbaksökrum í Malaví. Málið byggir á rannsókn sem fréttastofa Guardian gerði í fyrra. Mannréttindalögfræðingar sem starfa á lögfræðistofunni Leigh Day hafa tekið að sér mál 2.000 sækjenda – barna og foreldra þeirra - en talið er að allt að 15 þúsund til viðbótar muni bætast við. Tollgæsla Bandaríkjanna (CBP) fyrirskipaði á föstudag að ekkert malavískt tóbak skyldi flutt inn í landið en þær sendingar sem eru á leið til landsins eða komnar þangað verður meinað inn í landið. Innflytjendur munu þurfa að sanna að verkafólk hafi unnið við mannsæmandi skilyrði við framleiðslu tóbaksins samkvæmt bandarískum lögum til að sendingum verði hleypt inn í landið. Tollgæslan sagði að tilskipunin hafi verið gefin út vegna upplýsinga um að malavískt tóbak væri framleitt með notkun þrælkunarvinnu og barnaþrælkun. Þá hafi upplýsingarnar borist úr ýmsum áttum, þar á meðal frá almenningi.Tóbaksframleiðsla í Simbabve. Myndin tengist fréttinni ekki beint.epa/AARON UFUMELI„GBP vill tryggja að viðskiptasamfélagið fylgi lögum um hreinar aðfangskeðjur þar sem ekki er notast við þrælkunarvinnu af neinu tagi,“ sagði Brenda Smith, aðstoðarforstjóri viðskiptadeildar GBP. Þá sagði Tollgæslan að innflytjendur gætu sýnt fram á að tóbakið þeirra og tóbaksvörur innihéldu ekki tóbak frá Malaví sem framleitt var með ólöglegum aðferðum. Sérfræðingar telja að þetta muni neyða fyrirtæki til að horfast í augu við vandann sem ríkir í Malaví.Barnaþrælkun í tóbaksiðnaðinum að aukast Öll stærstu tóbaksfyrirtækin segjast vera á móti barnaþrælkun og að þau styrki ýmis sjálfbærniverkefni sem vinna gegn barnaþrælkun. Hins vegar hefur Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að barnaþrælkun í tóbaksiðnaði sé að aukast. Í stefnu mannréttindalögmannanna er því haldið fram að fyrirtækið beri ábyrgð á því hve lítið sé borgað fyrir malavískt tóbak sem haldi leiguliðum í fátæktargreipum. Það valdi því að bændurnir þurfi að láta börn sín vinna á tóbaksökrunum fyrir og eftir skóla og um helgar. Á meðan á uppskerutíma standi mæti fæst bændabörn í skólann.Í rannsókn fréttastofu Guardian var komist að því að fjölskyldur sem væru fastar í fátækt flyttu oft á tóbaksbýli í von um að fá smotterí borgað í lok hverrar uppskeru sem myndi hjálpa þeim að stofna lítil fyrirtæki. Það hafi þó ekki verið raunin, fjölskyldurnar hafi lifað á einum poka af maís á mánuði sem landeigandinn gaf þeim, þær hafi þurft að fá lán til að borga skólagjöld, samgöngur og aðrar þarfir á meðan á tíu mánaða ræktartímabilinu stóð. Samkvæmt stefnu Leigh Day fengu fjölskyldurnar yfirleitt 16-32 þúsund íslenskar krónur, eftir að búið var að draga frá fjárhæðina sem hafði verið lánuð. Launin hafi ekki verið næg til að flytja aftur heim. Í stefnunni er BAT sakað um að hafa auðgast á óréttlátan hátt á vinnu barna og fjölskylda þeirra í Malaví án þess að hafa greitt fyrir það mannsæmandi laun. Ef sækjendur vinna málið, sem gæti tekið allt að 3-4 ár, er líklegt að tóbaksverð verði hækkað til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæri í framtíðinni. Það myndi bæta lífsskilyrði bændanna og tryggja að börn þeirra fengju menntun. BAT sagði í yfirlýsingu að það væri skýrt í grunnstefnu þeirra að þrælkunarvinna væri ekki látin viðgangast og að barnaþrælkun væri hvorki látin viðgangast né stunduð af fyrirtækinu. Þá væri velferð, heilsa og öryggi barnanna alltaf höfð í fyrirrúmi. Þá sagði BAT að býlin sem tóbakið þeirra kæmi frá væru látin taka þátt í sjálfbærniverkefnum, sem væri samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þegar kæmi að barnaþrælkun og launum verkafólks.
Bandaríkin Malaví Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira