Lækkum útsvar á tekjulága eins og fasteignagjöldin Vigdís Hauksdóttir skrifar 5. nóvember 2019 17:10 Ég lagði núna rétt í þessu fram framsækna tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ég veit að meirihlutinn á eftir að reyna að tæta þessa tillögu í sig og jafnvel kalla eftir lögfræðiáliti frá hagstæðum álitsgjöfum og líklega verður fremstur í flokki sjálfur borgarlögmaður. En staðreyndin er að sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningar hins opinbera fer til sveitarfélaganna og þegar þessu marki er fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps sem. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Skoðun Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Sjá meira
Ég lagði núna rétt í þessu fram framsækna tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ég veit að meirihlutinn á eftir að reyna að tæta þessa tillögu í sig og jafnvel kalla eftir lögfræðiáliti frá hagstæðum álitsgjöfum og líklega verður fremstur í flokki sjálfur borgarlögmaður. En staðreyndin er að sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningar hins opinbera fer til sveitarfélaganna og þegar þessu marki er fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga. Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps sem. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar