Byggir á persónulegum sögum í verkum sínum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 7. nóvember 2019 06:30 Vera Naskrecka við nokkur verka sinna á sýningunni. Fréttablaðið/Valli „Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af fólki hér í bænum. Pólsku fólki í samfélaginu hér sem ég þekkti ekkert en hef nú orðið svo heppin að kynnast. Hér býr nefnilega ótrúlega mikið af áhugaverðu og hlýju pólsku fólki sem er að gera áhugaverða hluti,“ segir listakonan Vena Naskrecka. Hún heldur listsýningu á Pólskri menningarhátíð sem fram fer á Nesvöllum í Reykjanesbæ á laugardag. Á hátíðinni er áhersla lögð á persónulegar sögur bæjarbúa af pólskum uppruna. Boðið verður upp á tónlistaratriði, pólskan götumatarmarkað og Polonez-dans, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég hitti fólkið, það sagði mér sínar sögur og ég tók af því myndir. Allir tóku mér ótrúlega vel og það var frábært að heyra sögur þeirra,“ segir Vena. „Áður en þau sögðu mér sögurnar spjölluðum við saman þannig að þau kynntust mér og ég þeim, það varð til þess að samskiptin urðu opnari,“ bætir hún við. „Sýningargestir setja á sig heyrnartól og hlusta á viðmælendur mína segja sögur sínar og myndirnar sem ég tók af þeim verða til sýnis. Með því að gera þetta svona en ekki sem hefðbundið vídeóverk fæst meiri nánd á milli sýningargesta og söguhetjunnar,“ segir hún. „Sumar sögurnar eru á pólsku og aðrar á íslensku. Þær eru svo allar þýddar yfir á pólsku eða íslensku eftir því sem við á svo allir geti lesið þær. En sama hvort tungumálið sýningargestir skilja hvet ég alla til þess að setja á sig heyrnartólin og hlusta. Það er svo margt sem leynist í frásögnum okkar. Hljómfallið í röddinni og tilfinningin getur aukið upplifunina,“ útskýrir Vena. Hún segir sögurnar jafn margar og ólíkar og söguhetjurnar en að ýmislegt hafi þær þó átt sameiginlegt. „Við töluðum um alls konar hluti, til dæmis upplifun Pólverja af því að búa á Íslandi. Öll voru þau sammála um mikilvægi þess að læra íslensku og að Íslendingar hefðu tekið þeim vel,“ segir hún. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn í fyrra við mikinn fögnuð bæjarbúa en um 16 prósent íbúa í Reykjanesbæ eru af pólskum uppruna. Vena telur mikilvægt að slíkir viðburðir séu haldnir í öllum samfélögum og séu kjörin leið til að þjappa saman og auka tengsl fólks af ólíkum uppruna. „Sama hvort við erum frá Póllandi eða Íslandi þá búum við öll nálægt hvert öðru, börnin okkar ganga í sömu skólana og við erum með svipaðar upplifanir, og ef við erum meðvituð um fólkið í kringum okkur og sögur þess líður okkur betur,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Menning Reykjanesbær Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira