Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 15:00 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fór komandi leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 en íslenska liðið verður að vinna tvo síðustu leiki sína á móti Tyrklandi og Moldóvu til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Erik Hamrén valdi hópinn í dag og þar er enginn Emil Hallfreðsson að þessu sinni. Emil hefur verið í landsliðinu að undanförnu þrátt fyrir að vera án liðs en Erik Hamrén segir það ekki ganga endalaust. Guðjón Guðmundsson setti saman frétt með viðtali við Erik Hamrén sem tekið var á blaðamannafundi þjálfara landsliðsins í dag. Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu vegna meiðsla ekki frekar en Aron Einar Gunnarsson. Erik Hamrén var spurður út í fjarveru Emils. „Eins og ég sagði í sumar þá verður það vandamál ef hann finnur sér ekki lið. Það var líka þannig með Birki. Það er ekki hægt fyrir leikmann að vera í formi til að spila landsleiki ef hann er ekki að æfa og spila. Þetta var í lagi í september og október þar sem hann hjálpaði liðinu en þetta gengur ekki upp í svona langan tíma,“ sagði Erik Hamrén. Leikirnir eru á móti Tyrklandi í Istanbul 14. nóvember og á móti Moldóvum þremur dögum síðar. Þetta eru leikir sem verða að vinnast ætli íslenska liðið sér í lokakeppni EM. „Það er áhugaverð áskorun að spila í Istanbul og á þessum velli. Þetta verður eitthvað,“ sagði Erik Hamrén. „Ég hef stýrt liðum í Tyrklandi og þar er frábært andrúmsloft. Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur en um leið mjög áhugaverð áskorun. Ég vona að við tökumst á við hana og sýnum hvað við getum. Við verðum að gera okkar allra besta til að vinna og það er markmiðið að vinna þennan leik. Þar liggur eini möguleiki okkar, að vinna leikinn við Tyrki og þá ræðst þetta allt í lokaumferðinni,“ sagði Erik Hamrén. Íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á Tyrklandi þegar þjóðirnar mættust síðast úti og svo 2-1 sigur í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvellinum í júní. „Það var magnað að vinna þá 3-0 úti en Tyrkir eru með allt annað lið í dag. Þeim hefur tekist að setja saman mjög góða blöndu af leikmönnum og þeir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í allri undankeppninni þar af tvö þeirra í fyrri leiknum við okkur,“ sagði Erik Hamrén. „Þeir eru með mjög sterkt lið sem hefur ekki enn fengið á sig mark í opnum leik. Úrslitin í fyrri leiknum sýna okkur það að við getum unnið þá og ég vona að það takist hjá okkur aftur,“ sagði Erik Hamrén. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Erik Hamrén segir leikinn í Tyrklandi vera mjög erfiða en um leið mjög áhugaverða áskorun
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira