Jóhannes Haukur hefur unnið með mörgum af stærstu stjörnum heims í leiklistarbransanum og var hann beðinn um að telja þær allar upp: „Vin Diesel, Guy Pearce, Eiza González, Charlize Theron, Ian McKellen, Helen Mirren, Will Ferrell, Rachel McAdams, Albert Hughes, Mark Wahlberg og Tom Felton,“ segir Jóhannes sem er nokkuð sáttir við þessa ferilsskrá.
Hann var spurður hvaða leikari hafi verið skemmtilegastur til að vinna með af þessum stórstjörnum?
„Ég myndi segja Ian McKellen. Hann er svo lifaður og svo gamall að það er ekkert bullshit í kringum hann. Við vorum bara að tala um tryggingarmál og eitthvað svona. Bara slakur og rólegur og rosalega viðkunnalegur og lét manni líða vel. Það þótti manni vænt um.“
Í þættinum fer Jóhannes einnig yfir það hver hafi verið erfiðastur en umræðan hefst þegar um ellefu mínútur eru liðnar af þættinum.
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en í honum ræðir Jóhannes einnig um upphaf ferilsins, hvaða stjörnur hann hefur unnið með síðustu ár og hver hafi verið skemmtilegastur og hver hafi verið hvað leiðinlegastur, hlutverkið sem breytti starfsferli hans, um áhyggjurnar að velgengninni gæti verið lokið á morgun og komandi verkefni en Jóhannes er til að mynda að vinna að kvikmynd með Mark Wahlberg um þessar mundir.