Vita að þeir geta sótt þrjú stig Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2019 07:45 Erik Hamrén segist fylgjast með yngri landsliðum Íslands í von um að stækka hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Erik Hamrén tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn þjálfarateymið hefði valið fyrir næsta verkefni karlalandsliðsins. Fram undan eru lokaleikir Íslands í H-riðli undankeppni Evrópumótsins 2020 gegn Tyrklandi og Moldóvu ytra og kemur liðið saman til æfinga í Antalya á mánudaginn þar sem það hefur dvalið í aðdraganda síðustu leikja Íslands gegn Tyrklandi. „Við vitum það auðvitað að möguleikinn er að seinni leikurinn muni ekki skipta öllu máli en fyrst og fremst þurfum við að vinna Tyrkina til að halda möguleikum okkar opnum fyrir lokaumferðin. Að miði á Evrópumótið sé enn í boði fyrir lokaumferðina. Ef okkur tekst ekki að vinna Tyrki, þá förum við að skoða næstu skref en við erum alls ekki af baki dottnir. Fyrst og fremst erum við að einblína á Tyrkland,“ sagði Hamrén, aðspurður út í sérkennilegan undirbúning þar sem allt verður undir í fyrri leiknum og að örlög Íslands séu ekki í þeirra höndum. „Tyrkir eru með frábært lið og þetta verður erfitt, þeir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í allri undankeppninni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum eftir að hafa kosið að treysta á styrkleika liðsheildarinnar og tekist að skapa góða blöndu í tyrkneska liðinu sem hefur oft vantað. Á sama tíma vita strákarnir sem hafa mætt Tyrkjum áður að það er hægt að vinna Tyrkina á útivelli sem auðveldar undirbúninginn.“ Líkt og einkennt hefur flest landsliðsverkefni undir stjórn Eriks Hamrén eru lykilleikmenn fjarverandi vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla frekar en Albert Guðmundsson en aðrir eru klárir í slaginn. Út úr hópnum detta tveir reynsluboltar með 161 leik á bakinu í Birki Má Sævarssyni og Emil Hallfreðssyni. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Mikael Neville Anderson frá síðasta landsliðshóp. Þá kemur Rúnar Alex Rúnarsson aftur inn í hópinn fyrir Ingvar Jónsson. „Það er mjög jákvætt að Birkir Bjarnason sé kominn með félagslið og farinn að spila, fjarveru Emils má rekja til þess að hann er enn án félags. Það kemur sá tími sem leikmenn verða að finna sér félag til að æfa með og leika. Ég gleðst fyrir hönd Birkis og okkar en auðvitað eru vonbrigði að Emil sé ekki kominn með félag. Emil er frábær leikmaður og hefur sýnt það áður, hann byrjaði gegn Tyrkjum í sumar og átti frábæran leik þar,“ sagði Hamrén, aðspurður hvort hann væri feginn því að Birkir væri farinn að leika með félagsliði og út í fjarveru Emils. Er þetta í fyrsta sinn sem Mikael er valinn í landsliðshópinn hjá Hamrén en þessi 21 árs gamli leikmaður Midtjylland lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í æfingaleik gegn Indónesíu í ársbyrjun 2018. „Við höfum fylgst vandlega með Mikael, bæði hjá U21 og í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið vel. Hann færir liðinu öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög mikilvægur í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna í þessu verkefni. Ég hef rætt við hann en fæ betra tækifæri til þess núna,“ sagði Hamrén sem segist fylgjast vandlega með yngri landsliðum Íslands. „Við vitum af spennandi leikmönnum í yngri landsliðunum sem gætu átt bjarta framtíð en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um að vinna næstu leiki og komast á Evrópumótið.“ Í undankeppninni hefur Hamrén iðulega þurft að breyta leikmannahópnum á síðustu stundu vegna meiðsla í lokaleikjum félagsliðanna fyrir landsleiki. Hann sagði lítið vera hægt að gera í því, aðspurður hvort hann myndi krossleggja fingur þegar hann fylgdist með leikjum helgarinnar. „Þannig er líf landsliðsþjálfarans, við fylgjumst vandlega með um helgina. Ég vona að við séum búnir að taka út okkar skammt,“ sagði Hamrén léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Sjá meira
Erik Hamrén tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn þjálfarateymið hefði valið fyrir næsta verkefni karlalandsliðsins. Fram undan eru lokaleikir Íslands í H-riðli undankeppni Evrópumótsins 2020 gegn Tyrklandi og Moldóvu ytra og kemur liðið saman til æfinga í Antalya á mánudaginn þar sem það hefur dvalið í aðdraganda síðustu leikja Íslands gegn Tyrklandi. „Við vitum það auðvitað að möguleikinn er að seinni leikurinn muni ekki skipta öllu máli en fyrst og fremst þurfum við að vinna Tyrkina til að halda möguleikum okkar opnum fyrir lokaumferðin. Að miði á Evrópumótið sé enn í boði fyrir lokaumferðina. Ef okkur tekst ekki að vinna Tyrki, þá förum við að skoða næstu skref en við erum alls ekki af baki dottnir. Fyrst og fremst erum við að einblína á Tyrkland,“ sagði Hamrén, aðspurður út í sérkennilegan undirbúning þar sem allt verður undir í fyrri leiknum og að örlög Íslands séu ekki í þeirra höndum. „Tyrkir eru með frábært lið og þetta verður erfitt, þeir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í allri undankeppninni. Þeir hafa náð frábærum úrslitum eftir að hafa kosið að treysta á styrkleika liðsheildarinnar og tekist að skapa góða blöndu í tyrkneska liðinu sem hefur oft vantað. Á sama tíma vita strákarnir sem hafa mætt Tyrkjum áður að það er hægt að vinna Tyrkina á útivelli sem auðveldar undirbúninginn.“ Líkt og einkennt hefur flest landsliðsverkefni undir stjórn Eriks Hamrén eru lykilleikmenn fjarverandi vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla frekar en Albert Guðmundsson en aðrir eru klárir í slaginn. Út úr hópnum detta tveir reynsluboltar með 161 leik á bakinu í Birki Má Sævarssyni og Emil Hallfreðssyni. Inn í þeirra stað koma Hörður Björgvin Magnússon og Mikael Neville Anderson frá síðasta landsliðshóp. Þá kemur Rúnar Alex Rúnarsson aftur inn í hópinn fyrir Ingvar Jónsson. „Það er mjög jákvætt að Birkir Bjarnason sé kominn með félagslið og farinn að spila, fjarveru Emils má rekja til þess að hann er enn án félags. Það kemur sá tími sem leikmenn verða að finna sér félag til að æfa með og leika. Ég gleðst fyrir hönd Birkis og okkar en auðvitað eru vonbrigði að Emil sé ekki kominn með félag. Emil er frábær leikmaður og hefur sýnt það áður, hann byrjaði gegn Tyrkjum í sumar og átti frábæran leik þar,“ sagði Hamrén, aðspurður hvort hann væri feginn því að Birkir væri farinn að leika með félagsliði og út í fjarveru Emils. Er þetta í fyrsta sinn sem Mikael er valinn í landsliðshópinn hjá Hamrén en þessi 21 árs gamli leikmaður Midtjylland lék fyrsta leik sinn fyrir Ísland í æfingaleik gegn Indónesíu í ársbyrjun 2018. „Við höfum fylgst vandlega með Mikael, bæði hjá U21 og í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur leikið vel. Hann færir liðinu öðruvísi hæfileika og gæti reynst íslenska liðinu mjög mikilvægur í framtíðinni. Hann fær tækifæri til að sýna sig og sanna í þessu verkefni. Ég hef rætt við hann en fæ betra tækifæri til þess núna,“ sagði Hamrén sem segist fylgjast vandlega með yngri landsliðum Íslands. „Við vitum af spennandi leikmönnum í yngri landsliðunum sem gætu átt bjarta framtíð en við þurfum fyrst og fremst að hugsa um að vinna næstu leiki og komast á Evrópumótið.“ Í undankeppninni hefur Hamrén iðulega þurft að breyta leikmannahópnum á síðustu stundu vegna meiðsla í lokaleikjum félagsliðanna fyrir landsleiki. Hann sagði lítið vera hægt að gera í því, aðspurður hvort hann myndi krossleggja fingur þegar hann fylgdist með leikjum helgarinnar. „Þannig er líf landsliðsþjálfarans, við fylgjumst vandlega með um helgina. Ég vona að við séum búnir að taka út okkar skammt,“ sagði Hamrén léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Man. United - Wolves | Tekst Úlfunum að sækja fyrsta sigurinn? Arsenal - Aston Villa | Geta jafnað toppliðið með tólfta sigrinum í röð Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Sjá meira