Liverpool getur aftur stungið af Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 12:30 Klopp og Guardiola. vísir/getty Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira
Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira