Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottóútdrætti kvöldsins. Alls voru tæpar átján milljónir í pottinum.
Fjórir voru með annan vinning, það er fjórar aðaltölur réttar, auk bónustölu. Voru þrír miðanna í áskrift og einn keyptur á lotto.is. Vann hver og einn 105 þúsund krónur.
Enginn var með allar fimm tölurnar í Jókernum, en þrír unnu 100 þúsund krónur. Voru þeir miðar keyptir í Krambúðinni á Tryggvagötu á Selfossi, einn er í áskrift og einn miði var seldur í lottóappinu.
Enginn með alla rétta í lottóinu
Atli Ísleifsson skrifar
