Örvæntingarfullir foreldrar í dauðaleit að graskerum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 00:37 Það er listgrein að skera út grasker. Guðmundur Thor Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Svo virðist sem 65 tonn af graskerum sem flutt voru til Íslands í aðdraganda hrekkjavöku séu svo gott sem ófáanleg, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Landsmenn lýsa hver á fætur öðrum eftir því að hvergi sé grasker að finna og kalla eftir ábendingum um verslanir sem enn hafi þau til sölu. Það vakti athygli á dögunum þegar Ríkisútvarpið greindi frá því að 65 tonn af graskerum hefðu verið flutt til landsins þetta árið. Hrekkjavakan virðist vera að festa sig betur í sessi hér á landi með hverju árinu sem líður. Krakkar klæða sig upp og ganga í hús og sníkja nammi undir yfirskriftinni „Gott eða grikk!“Sigmar myndi þiggja grasker en þau virðast uppseld á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson, útvarpsmaður á Rás 2, er einn þeirra sem er í vandræðum vegna þess að landsmenn hafa sópað til sín að því sem virðist öllum graskerum landsins. „Getur einhver vina minna sagt mér hvort það sé einhver verslun sem er enn með grasker til sölu? Þau virðast vera uppseld í öllum stærri búðum. Einhver ráð?“ spyr Sigmar í örvæntingu. Má ætla að pressan komi frá ungu kynslóðinni á heimili Sigmars. Hann er ekki sá eini sem leitar graskers en hrekkjavakan er orðin að árlegum dag barnanna hér á landi sem vestan hafs þann 31. október. Stefán Pálsson sagnfræðingur er frekar til gamans en gagns í viðbrögðum við ákalli Sigmars eftir hjálp. Hann segist ekki geta hjálpað Sigmari.Stefán Pálsson er mikill áhugamaður um bjór en óljóst hve mikill áhugi hans á hrekkjavökunni er.Fréttablaðið/GVA„Nei, en þetta gæti verið byrjunin á frábærri Hollywood-mynd um miðaldra mann sem vaknar upp við vondan draum, graskerslaus rétt fyrir hrekkjavöku. Hann brunar angistarfullur um alla borg og lendir í ótrúlegustu skakkaföllum og fyndnum atvikum, en eignast í leiðinni góðan vin og uppgötvar að Hrekkjavaka snýst þegar allt kemur til alls ekki um grasker heldur að viðhalda barninu í sjálfum sér. Hrekkjavakan er ekki í grænmetisborðum stórverslana heldur inni í okkur!“ grínast Stefán og vísar til Hollywood-mynda um jólin.Sjá einnig: Hvernig á að skera út hið fullkomna grasker? Móðir í Facebook-hópnum Góða systir segist vera búin að fara í allar verslanir nema Hagkaup. Þar á meðal hina bandarísku Costco. Hana vantar eitt grasker til að geta uppfyllt loforð sem hún gaf þriggja ára dóttur sinni. Hún hafi verið á göngu með henni heim af leikskólanum Sú litla hafi rekið augun í grasker úti við mörg hús og fyllst spennu og eftirvæntingu. Móðirin hafi lofað að þær myndu skera út grasker eins og hinir. „Getur einhver selt mér eitt grasker? Svo litla stelpan mín getur gert sér glaðan dag og gert skemmtilega minningu? Please?“ segir móðir í örvæntingu. Ein af mörgum foreldrum í graskeraleit. Fleiri en einn og fleiri en tveir mæla með því að skera út melónu til að bjarga sér úr graskerakrísunni.Geturðu aðstoðað foreldra í graskersleit? Láttu vita hvar þau gæti verið að finna í ummælakerfinu hér að neðan.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira