VW hugleiðir að færa framleiðslu frá Tyrklandi 31. október 2019 05:00 Verksmiðjur VW eru mikilvægar fyrir atvinnulífið. Nordicphotos/Getty Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort að áætlunum um framleiðslu á Passat í Tyrklandi verði hætt eða ekki. Ástæðan er hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og einnig pólitísk afskipti heima fyrir, en stjórnarmaður hjá VW, Stephan Weil, hefur sagt að hann sé á móti byggingu verksmiðjunnar í Tyrklandi. Stephan Weil er einnig forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi en þar eru einmitt höfuðstöðvar Volkswagen Group og fylkið hefur mikil ítök hjá bílaframleiðandanum gegnum 20% hlut sinn í fyrirtækinu. Verksmiðjan, sem kosta á 1,3 milljarða evra, á að verða tilbúin árið 2022 en þá mun núverandi Passat-verksmiðja í Emden í Þýskalandi fara að framleiða rafbíla. Ein af lausnunum sem til greina koma er að færa framleiðslu á Passat til risaverksmiðju VW í Bratislava í Slóvakíu, en þar eru VW Touareg og Audi Q7 framleiddir ásamt smábílunum VW Up, Seat Mii og Skoda Citigo. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla þessara smábíla muni minnka svo að hætta þurfi framleiðslu á næstu árum. Samkvæmt heimildum innan VW mun þegar hafa verið ákveðið að flytja hluta af framleiðslu Skoda Karoq til Bratislava, en til stóð einnig að framleiðsla á Karoq yrði í Tyrklandi. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent
Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort að áætlunum um framleiðslu á Passat í Tyrklandi verði hætt eða ekki. Ástæðan er hernaðaríhlutun Tyrkja í Sýrlandi og einnig pólitísk afskipti heima fyrir, en stjórnarmaður hjá VW, Stephan Weil, hefur sagt að hann sé á móti byggingu verksmiðjunnar í Tyrklandi. Stephan Weil er einnig forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi en þar eru einmitt höfuðstöðvar Volkswagen Group og fylkið hefur mikil ítök hjá bílaframleiðandanum gegnum 20% hlut sinn í fyrirtækinu. Verksmiðjan, sem kosta á 1,3 milljarða evra, á að verða tilbúin árið 2022 en þá mun núverandi Passat-verksmiðja í Emden í Þýskalandi fara að framleiða rafbíla. Ein af lausnunum sem til greina koma er að færa framleiðslu á Passat til risaverksmiðju VW í Bratislava í Slóvakíu, en þar eru VW Touareg og Audi Q7 framleiddir ásamt smábílunum VW Up, Seat Mii og Skoda Citigo. Áætlanir gera ráð fyrir að framleiðsla þessara smábíla muni minnka svo að hætta þurfi framleiðslu á næstu árum. Samkvæmt heimildum innan VW mun þegar hafa verið ákveðið að flytja hluta af framleiðslu Skoda Karoq til Bratislava, en til stóð einnig að framleiðsla á Karoq yrði í Tyrklandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent