Botnfrosinn leikmannamarkaður Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 31. október 2019 14:00 Níundu félagaskiptin runnu í gegnum KSÍ í gær þegar Halldór Orri Björnsson sneri aftur í sína heimahaga í Garðabæ og samdi við Stjörnuna. Fimm félög hafa ekki sótt sér nýjan leikmann eftir að tímabilinu lauk. Fréttablaðið/Ernir Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Aðeins níu félagaskipti hafa runnið í gegnum KSÍ frá því að keppni í Pepsi-deild karla lauk, þar af tvenn sem voru nánast klöppuð og klár í sumar. Félögin í deildinni virðast vera að búa sig undir erfiðara rekstrarár og erfiðara er að afla fjár en áður. Þannig sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþætti fótbolta.net að félögin væru að glíma við að það væri erfiðara að skuldbinda sig í leikmannamálum á meðan óvissa væri um hvað væri til í veskinu. KA þarf að skera niður um 10 prósent fyrir næsta ár og sagði Sævar að hann myndi minnka leikmannahópinn. Trúlega væri það leið sem önnur lið myndu fara líka. E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segist búast við litlum breytingum á leikmannahópi Vals frá síðasta tímabili. „Við erum með öflugan hóp, mjög öflugan meira að segja. Ég reikna ekki með miklum tilfærslum en maður veit aldrei. Almennt er verið að kenna fjárhagnum um en ég held að það séu bara ekki eftirsóknarverðir bitar á lausu, allavega færri en undanfarin ár. Það eru margir ungir leikmenn farnir út og þar af leiðandi skipta þeir ekki um félög innanlands á meðan. Það er eitthvað lítið um að leikmenn erlendis séu að snúa aftur heim – þannig að ef maður rýnir í þetta þá eru eðlilegar skýringar á bak við þessi félagaskipti og við þurfum að passa okkur á að tala ekki deildina niður og alhæfa. Það kannski breytist aðeins þegar félögin fara að æfa. Það er rólegt núna en ég held að þetta eigi sér eðlilegar skýringar,“ segir Börkur.E.Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Fréttablaðið/SigtryggurÞjóðsagan um gullið Hann segir það þjóðsögu að Valur hafi botnlausa vasa af gulli – stjórn knattspyrnudeildar Vals þurfi að hugsa út í hverja krónu sem eytt sé þrátt fyrir að hafa skilað góðum hagnaði á síðastliðnu ári. „Við erum ekki í Evrópukeppninni á næsta tímabili, þar af leiðandi þurfum við að passa okkur enn frekar og fara varlega. Við erum í stöðu sem við ætluðum okkur ekkert að vera í. Ég veit ekki alveg hvaðan þetta kemur, sú umræða að Valur eigi alla þessa peninga. Valur er að reka sex meistaraflokka í efstu deild sem er gríðarlega kostnaðarsamt og að mínu mati of kostnaðarsamt. Við þurfum að velta hverri krónu vel fyrir okkur áður en við ráðstöfum henni. Það er jafn erfitt fyrir okkur og aðra að ná í nýja samstarfsaðila og við, félögin, þurfum að tala varlega og passa að hræða ekki frá okkur aðila. Við eigum að gera meira og vera faglegri til að laða til okkar sterka samstarfsaðila. Við erum að reka okkar deild á svipaðan hátt og aðrar stærri knattspyrnudeildir, trúlega eins og flestir aðrir. Við reynum alltaf að vanda okkur, höfum mikinn metnað og höfum náð að skapa umhverfi sem laðar að sterka samstarfsaðila sem við erum mjög stoltir af að vinna með en jafnframt þurfum við að passa okkur á hvernig við spilum úr okkar fjármunum. Við erum alveg jafn blankir og næsti maður.“ Honum finnst eins og félög í efstu deild séu að stíga örlítið varlegar til jarðar en áður. „Talandi um þjóðsögur þá eru laun leikmanna ákveðin þjóðsaga. Ég efast um að nokkurt félag sé að borga einhver forstjóralaun. Ég er þess fullviss að laun leikmanna munu fara lækkandi á komandi misserum. Ég held að menn muni vanda sig enn frekar og taka vel ígrundaða ákvörðun þegar kemur að því að sækja sér feitan bita á markaðnum.“Þarf yfirvegaða umræðu Börkur er ekki feiminn við að viðra sínar skoðanir og trúlega væri hægt að gefa út ansi stórt blað um skoðanir hans á fótboltanum hér heima. Hann spyr hvort hér séu of margar landsdeildir (of mörg lið), hvort það sé sanngjarnt að lið frá höfuðborgarsvæðinu niðurgreiði ferðakostnað liða úti á landi, hvort meistaraflokkar liða ættu að sameinast svo fátt eitt sé nefnt. „Það þarf að taka yfirvegaða umræðu um hvert íslenskur fótbolti stefnir. Út frá fjárhag, árangri og mörgu fleiru. Skilja tilfinningarnar eftir heima og skoða þetta ofan í kjölinn. Menn tengjast sínum félögum mjög sterkt og taka oft ákvarðanir út frá sínu félagi og sjá þar af leiðandi ekki heildarmyndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira