Fótbolti

UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén og lærisveinar eru væntanlega á leið í umspil.
Erik Hamrén og lærisveinar eru væntanlega á leið í umspil. vísir/vilhelm
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum.

Tyrkland og Frakkland eru með 19 stig á toppi riðilsins en Ísland er í öðru sætinum með fimmtán. Ísland þarf að vinna í Tyrklandi og treysta á að Tyrkland tapi gegn Andorra á útivelli.

Fari ekki svo er Ísland á leið í umspil um sæti á EM 2020 en Evrópumótið er haldið er víðs vegar um Evrópu.

Umspilið var útskýrt á Vísi á dögunum en nú hefur UEFA, Evrópusambandið, hins vegar gefið út myndband.

Þar er umspilið umtalaða, sem okkar menn eru væntanlega á leið í, er útskýrt í máli og myndum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Umspilið fyrir EM 2020 útskýrt



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×