Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir eftir góða æfingu. Instagram/anniethorisdottir Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019 CrossFit Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019
CrossFit Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira