Fékk tvær refsingar en vann samt íslensku stelpurnar í fyrsta hluta CrossFit open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:30 Anníe Mist Þórisdóttir eftir góða æfingu. Instagram/anniethorisdottir Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019 CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira
Nú stendur yfir opni hluti heimsleikanna í CrossFit þar sem CrossFit fólkið fær tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum á næsta ári. Íslendingar voru meðal efstu manna en tókst þó ekki að tryggja sér peningaverðlaunin fyrir fyrsta hlutann. Sigurvegar hvers hluta í CrossFit open fá tvö þúsund og tuttugu dollara í sinn hlut eða um 253 þúsund krónur. Grikkinn Lefteris Theofanidis og hin írska Emma McQuaid gerðu betur en allir í fyrsta hlutanum en Ísland átti þrjá keppendur á topp fimm. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stóð sig best af íslensku stelpunum og náði þriðja sætinu en Anníe Mist Þórisdóttir varð fimmta. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð síðan í 28. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson varð í þriðja sæti hjá körlunum en handbolta- og fótboltadómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson kom næstu íslensku karlanna í 34. sætinu.Greece’s Lefteris Theofanidis and Ireland’s Emma McQuaid win Open Workout #20point1 and US$2,020. https://t.co/2ePfGnqAy4 — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 21, 2019 Fyrsti hlutinn var tímaþraut þar sem keppendur gerðu tíu umferðir af því að lyfta 43/29,4 kílóa slá frá jörðu og yfir höfuð átta sinnum og fylgja því eftir með tíu „burpees“. Þetta er klassísk CrossFit æfing sem reynir vel á viðkomandi. Strákarnir lyfta þyngri slánni. Grikkinn Lefteris Theofanidis kláraði þetta á 8:05 mínútum en hin írska Emma McQuaid á 7:55 mínútum. Emma McQuaid skilaði reyndar inn tímanum 7:41 mínútur en fékk á sig tvær refsingar og tíminn hennar endaði því í 7:55 mínútum. Björgvin Karl Guðmundsson kláraði á 8:16 mínútum en Ragnheiður Sara á 8:11 mínútum. Anníe Mist fór þetta á 8:25 mínútum. Emma McQuaid keppti á heimsleikunum í fyrsta sinn á þessu ári og náði 21. sæti. Lefteris Theofanidis var líka með í fyrsta sinn í ár og endaði þar í 60. sæti. Þau eru bæði þrítug..@IcelandAnnie: “600+ DU later! Still smiling Who else looked at the timer 10 min in and got a shock?? That was a different kind of pain then last week Full video uploaded ” https://t.co/uRkeSQuxCMpic.twitter.com/1fd3jJyhMv — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 19, 2019
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Sjá meira