„Les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2019 10:30 Katla Margrét tók á móti Sindra klukkan átta um morgunin og hún var ekki vöknuð þegar hann mætti. „Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira
„Ég les ekki handrit nema það sé eitthvað undir sæng og vel helst mótleikarann,“ segir stórleikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir í léttum tón við Sindra Sindrason sem hitti hana í gærmorgun á heimili hennar. Sindri fór í morgunkaffi til Kötlu klukkan 8:00, fékk að vita jafn mikið um einkalíf hennar og vinnuna en hún slær í gegn í myndinni um Agnesi Joy sem nú er komin í sýningu. Katla hefur komið víða við á ferlinum, verið meira og minna í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 og síðast í Mama Mia, Rocky Horror og Ellý. Hún hefur þó einnig verið í fimm seríum af Stelpunum, verið í Skaupinu og Ófærð. Hvað skyldi vera skemmtilegast? „Yfirleitt er það þannig að það ratar mjög skemmtilegt fólk í leikhúsið. Ég hef ekki hitt leiðinlegan leikara, ekki enn. Þetta verður svona eins og annað heimili manns,“ segir Katla en í leikhúsinu verður ekkert tekið upp tvisvar. Katla fer mikinn í kvikmyndinni Agnes Joy. „Ef þú gerir mistök á sviðinu verða þau ekki leiðrétt. Ég hef til dæmis dottið á sviðinu. Ég datt í Ellý og við vorum að fara inn í syrpu beint eftir hlé og það er ekkert tækifæri til að leiðrétta eða laga. Þau eru ennþá veinandi yfir þessu samleikarar mínir, því þetta var ekkert sérlega tignarlegt fall. Ég bara datt eins og hryssa,“ segir Katla og bætir því við að hver einasti áhorfandi í salnum hafi séð atvikið. Katla segist aldrei hafa dreymt um það að verða fræg leikkona erlendis. „Mér líður vel hérna og það er svo skemmtilegt við þennan bransa hér að maður kemst oft út. Við höfum farið til Kína með leikrit úr Borgarleikhúsinu og Pólland og Indlands og núna til Suður-Kóreu með Agnesi Joy. Svoleiðis ferðalög eru rosalega gefandi og brjóta þetta upp.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Leikhús Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Sjá meira