Körfubolti

Clippers hafði betur í borgarslagnum og meistararnir mörðu Pelicans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vandræði LeBron James og félaga í Lakers frá síðustu leiktíð halda áfram.
Vandræði LeBron James og félaga í Lakers frá síðustu leiktíð halda áfram. vísir/getty
NBA-deildin fór aftur af stað í nótt er tveir leikir fóru fram. Annar þeirra fór í framlengingu og hinn var jafn lengi vel.

Kawhi Leonard fór á kostum í borgaraslagnum í nótt er hann skoraði 30 stig þegar LA Clippers hafði betur gegn grönnunum í Los Angeles Lakers, 112-102.

Jafnræði var með liðunum lengi framan af en 19-7 sprettur Clippers í upphafi fjórða leikhluta skilaði þeim sigrinum. Þeir náðu eininig 11-1 spretti í upphafi síðari hálfleik.

Leonard var lengi vel orðaður við Lakers í sumar en ákvað að endingu að fara til erkifjendanna í Clippers. Hann bætti einnig við sex fráköst og fimm stoðsendingum.

LeBron James var á sínum stað í liði Lakers. Hann gerði 18 stig, tók níu fráköst og gaf átta stoðsendingar en bestur í liði Lakers var Anthony Davis sem kom frá New Orleans í sumar.

Hann var gerði 25 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar en stigahæstur í liði Lakers var Danny Green með 28 stig.





Það var öllu meiri dramatík í hinum leik næturinnar er ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu átta stiga sigur á New Orleans Pelicans, 130-122, í framlengdum leik.

Kyle Lowry jafnaði leikinn af vítalínunni þegar um 30 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar þar sem meistararnir voru sterkari.

Brandon Ingram skoraði 22 stig í liði New Orleans en að auki tók hann fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Pascal Siakam skoraði 34 stig, tók heil átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Fred VanVleet skoraði einnig 34 stig.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×