Guðmundur Andri: Kem til baka með mikið sjálfstraust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. október 2019 22:15 Guðmundur Andri í bikarúrslitum gegn FH fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019 Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður IK Start í norsku B-deildinni, er kominn aftur til liðsins eftir að hafa verið á láni hjá Víkingum í Pepsi Max deildinni í sumar og orðið bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri var í viðtali við heimasíðu Start fyrr í dag. Hinn 19 ára gamli Guðmundur Andri kom til Start í janúar 2018 frá núverandi Íslandsmeisturum KR. Hann fékk hins vegar ekki nægilega mikið að spila hjá Start og ákvað að stökkva á tilboð Víkings fyrir sumarið og leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Það var mjög góð ákvörðun að fara til Íslands á láni á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu. „Ég kem heim með mun meira sjálfstraust en þegar ég fór frá Noregi í vor. Þá hjálpaði það mér andlega að spila reglulega í efstu deild og nú er ég tilbúinn að berjast fyrir sæti mínu í liðinu.“ Jóhannes Harðarson er þjálfari Start og skrifaði hann undir tveggja ára framlengingu á samningu sínum í gær. Guðmundur ber honum vel söguna. „Það er þægilegt að vera með íslenskan þjálfara. Við þekkjumst vel og Jóhann hefur hjálpað mér töluvert í gegnum tíðina. Það er gott að vera með þjálfara sem þekkir mann vel.“ Sem stendur er Start í 3. sæti norsku B-deildarinnar með 56 stig þegar þrír leikir eru eftir. Liðið er þremur stigum á eftir Sandefjörd í 2. sætinu en Íslendingalið Álasund er nú þegar búið að tryggja sæti sitt í efstu deild. Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í norsku úrvalsdeildina á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um að komast upp.Andri kommer tilbake med cupgull, og bedre selvtillit etter et vellykket opphold hjemme på Island.https://t.co/up8DMD9Zqh — IK Start (@ikstart) October 24, 2019
Norski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00 Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Guðmundur Andri: Veit ekki hvað ég á að segja, ég er orðlaus Guðmundur Andri Tryggvason fór mikinn í liði Víkings í dag og var eðlilega mjög sáttur að leikslokum. 14. september 2019 22:00
Guðmundur Andri fer aftur til Start í haust Guðmundur Andri Tryggvason, sem vakið hefur athygli fyrir frábæra frammistöðu með Víkingi í Pepsi Max-deildinni, var í viðtali hjá Guðjóni Guðmundssyni í Sportpakkanum í kvöld. 23. ágúst 2019 19:14
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti