Zlatan kvaddi með hreðjataki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2019 09:00 Zlatan Ibrahimovic. Getty/Harry How Ballið búið hjá Zlatan Ibrahimovic og félögum eftir tap í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í nótt. Zlatan Ibrahimovic spilaði mögulega sinn síðasta leik með LA Galaxy liðinu í nótt þegar liðið datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Samningur Zlatans og LA Galaxy rennur út í desember og Svíinn hefur verið orðaður við ítölsk félög að undanförnu. LA Galaxy tapaði 5-3 í nótt á móti nágrönnum sínum í Los Angeles FC en leikurinn var í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.Zlatan Ibrahimovic's last game for the LA Galaxy? They were knocked out of the Major League Soccer Cup play-offs by Los Angeles FC. More: https://t.co/ksk723QP4wpic.twitter.com/t7cSTOdSw3 — BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2019Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt marka LA Galaxy liðsins í leiknum og lagði upp annað en það var ekki nóg. Þessi 38 ára gamli framherji skoraði 31 mark fyrir Galaxy á tímabilinu. Carlos Vela tók gullskóinn frá Svíanum í deildarkeppninni og skoraði líka tvö mörk fyrir Los Angeles FC í leiknum í gær en Svíinn hefur reynt að gera lítið úr þessum fyrrum leikmanni Arsenal. Vela hló síðast eftir leikinn í gær en hann er kominn með 36 mörk á leiktíðinni. Þetta var í fyrsta sinn sem LA FC hefur unnið Galaxy liðið í MLS-deildinni en nágrannaslagur liðanna er kallaður „El Trafico“ vegna umferðarteppunnar í Los Angeles borg. Zlatan gat samt ekki yfirgefið svæðið án þess að ná sér í smá auka athygli. Stuðningsmenn Los Angeles FC voru að stríða honum þegar Svíinn gekk af velli en hann svaraði þeim með því að taka sjálfan sig hreðjataki.After scoring in LA Galaxy's 5-3 loss, Zlatan just had to make the headlines one more time He was never going to leave quietly, was he? https://t.co/PpEZ1v2ECM — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 25, 2019„Þeir sögðu eitthvað við mig og ég ætlaði ekki að sýna virðingarleysi en þetta er bara eins og æfing fyrir mig. Þessi leikvangur er of lítill fyrir mig og þetta er eins og ganga í garðinum,“ svaraði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður út í atvikið. „Ef ég verð áfram í MLS-deildinni þá er það henni til góða því þá mun allur heimurinn fylgjast með deildinni. Ef ég fer þá mun enginn muna eftir MLS-deildinni,“ sagði Zlatan Ibrahimovic af fullkomni hógværð. LA FC mætir Seattle Sounders í úrslitum Vesturdeildarinnar og í boði er sæti í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn þar sem bíða annaðhvort Atlanta United eða Toronto. MLS Svíþjóð Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Ballið búið hjá Zlatan Ibrahimovic og félögum eftir tap í úrslitakeppni MLS-deildarinnar í nótt. Zlatan Ibrahimovic spilaði mögulega sinn síðasta leik með LA Galaxy liðinu í nótt þegar liðið datt út úr úrslitakeppni MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Samningur Zlatans og LA Galaxy rennur út í desember og Svíinn hefur verið orðaður við ítölsk félög að undanförnu. LA Galaxy tapaði 5-3 í nótt á móti nágrönnum sínum í Los Angeles FC en leikurinn var í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.Zlatan Ibrahimovic's last game for the LA Galaxy? They were knocked out of the Major League Soccer Cup play-offs by Los Angeles FC. More: https://t.co/ksk723QP4wpic.twitter.com/t7cSTOdSw3 — BBC Sport (@BBCSport) October 25, 2019Zlatan Ibrahimovic skoraði eitt marka LA Galaxy liðsins í leiknum og lagði upp annað en það var ekki nóg. Þessi 38 ára gamli framherji skoraði 31 mark fyrir Galaxy á tímabilinu. Carlos Vela tók gullskóinn frá Svíanum í deildarkeppninni og skoraði líka tvö mörk fyrir Los Angeles FC í leiknum í gær en Svíinn hefur reynt að gera lítið úr þessum fyrrum leikmanni Arsenal. Vela hló síðast eftir leikinn í gær en hann er kominn með 36 mörk á leiktíðinni. Þetta var í fyrsta sinn sem LA FC hefur unnið Galaxy liðið í MLS-deildinni en nágrannaslagur liðanna er kallaður „El Trafico“ vegna umferðarteppunnar í Los Angeles borg. Zlatan gat samt ekki yfirgefið svæðið án þess að ná sér í smá auka athygli. Stuðningsmenn Los Angeles FC voru að stríða honum þegar Svíinn gekk af velli en hann svaraði þeim með því að taka sjálfan sig hreðjataki.After scoring in LA Galaxy's 5-3 loss, Zlatan just had to make the headlines one more time He was never going to leave quietly, was he? https://t.co/PpEZ1v2ECM — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 25, 2019„Þeir sögðu eitthvað við mig og ég ætlaði ekki að sýna virðingarleysi en þetta er bara eins og æfing fyrir mig. Þessi leikvangur er of lítill fyrir mig og þetta er eins og ganga í garðinum,“ svaraði Zlatan Ibrahimovic þegar hann var spurður út í atvikið. „Ef ég verð áfram í MLS-deildinni þá er það henni til góða því þá mun allur heimurinn fylgjast með deildinni. Ef ég fer þá mun enginn muna eftir MLS-deildinni,“ sagði Zlatan Ibrahimovic af fullkomni hógværð. LA FC mætir Seattle Sounders í úrslitum Vesturdeildarinnar og í boði er sæti í úrslitaleiknum um bandaríska titilinn þar sem bíða annaðhvort Atlanta United eða Toronto.
MLS Svíþjóð Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira