Innlent

Íbúð alelda í Reykjanesbæ

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Íbúðin var alelda þegar slökkviliðsmenn komu að.
Íbúðin var alelda þegar slökkviliðsmenn komu að. Vísir/Aðsend
Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu tilkynningu á fimmta tímanum í nótt um mikinn eld í íbúð í fjölbýlishúsi að Framnesvegi í Reykjanesbæ.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru sex íbúir í húsinu og voru þær allar rýmdar. Um mikinn eld var að ræða en slökkviliðsmenn náðu að slökkva eldinn um klukkan korter fyrir fimm. Slökkvistarfi var lokið skömmu eftir klukkan fimm og var vettvangur þá afhendur lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja var íbúðin, þar sem eldurinn kom upp, alelda þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Enginn var í íbúðinni þegar að var komið. Fólk í öðrum íbúðum var gert að yfirgefa heimili sín á meðan á slökkvistarfi stóð. Enginn var fluttur á slysadeild.

Mikill hiti var í íbúðinni þar sem eldurinn logaði og sprungu ruður að sögn slökkviliðs. Miklar skemmdir urðu og vinnur lögreglan á Suðurnesjum að því að rannsaka hvers vegna eldurinn kom upp. 

Íbúðin var alelda þegar að var komið og rúður farnar að springa.Vísir/Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×