Tiger er átján höggum undir pari eftir þriðja hringinn sem fór fram í nótt en heimamaðurinn Hideki Matsuyama er þremur höggum á eftir Tiger.
Tiger Woods swinging like it's 1999. pic.twitter.com/DrQ7eZtW4K
— PGA TOUR (@PGATOUR) October 27, 2019
Þetta er fyrsta mótið sem Tiger keppir á síðan hann gekkst undir aðgerð á hné í ágúst en hann gæti jafnað met Sam Snead yfir 82 sigra á PGA-mótum.
Mótið er fyrsta PGA-mótið sem fer fram í Japan en hinn norður-írski Rory McIlroy klifraði upp töfluna í nótt. Hann er kominn í 6. sætið og er sex höggum á eftir Tiger.
Leaderboard @ZOZOChamp when the final round was suspended due to darkness:
1. @TigerWoods -18 (11)
2. Hideki Matsuyama -15 (12)
T3. Sungjae Im -12 (14)
T3. @GaryWoodland -12 (10) pic.twitter.com/RbGi59SP66
— PGA TOUR (@PGATOUR) October 27, 2019
Sýnt verður í beinni frá mótinu á Stöð 2 Sport Golf í nótt.