Einn alræmdasti raðmorðingi Ástralíu látinn Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 10:02 Ivan Milat var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi árið 1996. Vísir/Getty Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans. Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Raðmorðingin Ivan Milat, betur þekktur sem bakpokaferðalangamorðinginn, lést í fangelsi í Sydney í Ástralíu í dag. Milat var 74 ára gamall. Milat var handtekinn í maí árið 1994 en hann er sagður hafa rænt og myrt í það minnsta sjö ferðalanga árin 1989 til 1992. Ferðalangarnir sem urðu síðar fórnarlömb Milat voru frá Þýskalandi, Bretlandi og Ástralíu og áttu það öll sameiginlegt að hafa verið að ferðast um Ástralíu þegar Milat bauð þeim far á vegum úti milli Sydney og Melbourne. Fórnarlömb hans fundust öll í grunnri gröf í Belanglo-skóginum í Nýju Suður-Wales. Öll sneru þau með andlitið niður og hendur fyrir aftan bak. Á líkum þeirra fundust bæði stungusár og skotsár. Hann var dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi, einn lífstíðardóm fyrir hvert fórnarlamb, í júlímánuði árið 1996 eftir átján vikna réttarhöld.Frá réttarhöldunum árið 1996.Vísir/GettyVið réttarhöldin reyndu lögfræðingar Milat að koma sök á bróður hans Richard, en þeir bræður höfðu áður komist í kast við lögin. Þeir voru hluti af fjórtán barna systkinahópi og hafði lögregla oft þurft að hafa afskipti af fjölskyldunni á fjölskyldubýli þeirra á uppvaxtarárunum. Mál Milat komst aftur í sviðsljósið árið 2011 þegar skyldmenni hans játaði að hafa myrt félaga sinn með exi. Líkt og frændi sinn framdi hann morðið í Belanglo-skóginum og faldi líkið undir greinum, en hann hafði gortað sig af ættartengslum sínum við Milat eftir verknaðinn. Mörgu er ósvarað í máli Milat og er talið að fórnarlömb hans gætu verið fleiri en þau sem hann var sakfelldur fyrir. Ljóst er að glæpaferill Milat hófst löngu fyrir morðin við upphaf tíunda áratugarins, en hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur ferðalöngum árið 1971. Eftir heilsubrest í maí á þessu ári höfðu yfirvöld vonast eftir því að hann myndi játa á sig fleiri morð en þeim varð ekki að ósk sinni fyrir andlát hans.
Andlát Ástralía Tengdar fréttir Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Skyldmenni raðmorðingja játar morð Unglingur í Ástralíu hefur játað að hafa myrt góðvin sinn með exi. Pilturinn er skyldmenni Ástralska raðmorðingjans Ivan Milats. 24. október 2011 10:55