Hogan, sem heitir réttu nafni Terry Gene Bollea, segir í myndbandinu að Bandaríkjamaður á eins flugvél hafi verið svo góðhjartaður að bjóða þeim að stíga um borð í sína vél. Því hafi hann getað haldið ferðalagi sínu áfram. Var ferð þeirra heitið á bardagamótið WWE Crown Jewel í Sádi-Arabíu.
Hulk Hogan var stærsta nafnið í fjölbragðaglímuheiminum á níunda áratug síðustu aldar og var eftirsóttur í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, auglýsingum og tölvuleikjum. Ástralski leikarinn Chris Hemsworth mun leika Hogan í væntanlegri mynd fyrir streymisveituna Netflix. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips.