Erfiðir viðureignar á heimavelli Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. október 2019 16:30 Deschamps léttur fyrir æfingu franska landsliðsins. fréttablaðið/getty Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Það var greinilegt af svörum Didiers Deschamps, þjálfara franska landsliðsins og Raphaels Varane, fyrirliða liðsins í fjarveru Hugo Lloris, að þeir kæmu ekki til með að vanmeta Ísland í kvöld þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli. Ísland mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM eftir 4-0 sigur Frakka í fyrri leik liðanna. Þetta er í fjórða sinn sem Deschamps stýrir Frökkum gegn Íslandi ásamt því að mæta Íslandi sem leikmaður síðast þegar Frakkar komu í heimsókn. „Ég held að fæstir leikmennirnir muni eftir því síðast þegar Frakkar heimsóttu Ísland, flestir þeirra voru bara börn þó að ég muni vel eftir leiknum,“ sagði Deschamps léttur þegar hann var spurður út í jafnteflið fræga 1998, stuttu eftir að Frakkar voru krýndir heimsmeistarar þar sem Deschamps bar fyrirliðabandið. „Ísland hefur sýnt það í gegnum tíðina að það er erfitt heim að sækja, aðstæðurnar hérna eru öðruvísi og völlurinn opinn með hlaupabraut sem er nýtt fyrir mína leikmenn. Við eigum von á erfiðum leik, íslenska liðið er beinskeytt og hættulegt í föstum leikatriðum eins og er heimsfrægt. Þar að auki eru teknískir leikmenn sem geta skapað usla.“ Varane tók í sama streng og þjálfari hans og sagði franska liðið ekki vanmeta Ísland. „Við vanmetum ekki íslenska liðið. Ísland er með gott lið sem við þekkjum vel til og berum mikla virðingu fyrir. Þetta er mikilvægur leikur í undankeppninni sem við tökum alvarlega og ætlum okkur þrjú stig. Íslendingar hafa verið erfiðir viðureignar á heimavelli og við megum búast við erfiðum leik,“ sagði Varane um íslenska liðið og hélt áfram: „Við búumst við því að íslenska liðið berjist af krafti og við þurfum að passa okkur á föstu leikatriðunum. Okkar markmið er að ná að spila hratt og finna lausnir á varnarleik Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira