Bleikur dagur og bleikar veiðiflugur Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2019 14:26 Bleik og Blá Mynd: Árvík Í dag er bleikur dagur og víða sýndi fólk stuðning sinn með því að vera í einhverju bleiku og við fréttum af einum veiðimanni sem er í sjóbirting og veiddi bara með bleikar flugur í dag. Það eru þrjár bleikar flugur sem veiðimenn líklega þekkja best á þessum skala í litrófinu og það skemmtilega við þær er að þær veiða og oft ansi vel. Bleik og Blá ásamt Heimasætunni eru líklega þær flugur sem margir veiðimenn sem sækja í sjóbleikju þekkja vel en sjóbleikjan virðist ansi gráður í flugur sem eru með einhverju bleiku eða ráðandi bleikar á litinn. Stundum þegar þessar tvær ofannefndu eru ekki að gefa hefur hinn albleiki Nobbler verið málið. Sjógenginn silungur er sérstaklega gráðugur í bleika litinn og þá sérstaklega þegar hann er nýgenginn eða nýlega genginn og það veit engin í raun af hverju en klárlega tengist það að einhverju leiti fæðuvali fiskins í sjó. Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að þeir veiðimenn sem kunna vel að veiða sjóbleikju kunna allir eina góða sögu af frábæru augnabliki þegar bleik fluga var hnýtt undir og bjargaði deginum og það sem meira er að líkurnar á því að það sé einhver af þessum þremur nefndu flugum eru bara hreint ansi miklar. Stangveiði Mest lesið Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Íslenska stórbleikjan ekki útdauð enn Veiði Angling IQ komið út Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði
Í dag er bleikur dagur og víða sýndi fólk stuðning sinn með því að vera í einhverju bleiku og við fréttum af einum veiðimanni sem er í sjóbirting og veiddi bara með bleikar flugur í dag. Það eru þrjár bleikar flugur sem veiðimenn líklega þekkja best á þessum skala í litrófinu og það skemmtilega við þær er að þær veiða og oft ansi vel. Bleik og Blá ásamt Heimasætunni eru líklega þær flugur sem margir veiðimenn sem sækja í sjóbleikju þekkja vel en sjóbleikjan virðist ansi gráður í flugur sem eru með einhverju bleiku eða ráðandi bleikar á litinn. Stundum þegar þessar tvær ofannefndu eru ekki að gefa hefur hinn albleiki Nobbler verið málið. Sjógenginn silungur er sérstaklega gráðugur í bleika litinn og þá sérstaklega þegar hann er nýgenginn eða nýlega genginn og það veit engin í raun af hverju en klárlega tengist það að einhverju leiti fæðuvali fiskins í sjó. Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að þeir veiðimenn sem kunna vel að veiða sjóbleikju kunna allir eina góða sögu af frábæru augnabliki þegar bleik fluga var hnýtt undir og bjargaði deginum og það sem meira er að líkurnar á því að það sé einhver af þessum þremur nefndu flugum eru bara hreint ansi miklar.
Stangveiði Mest lesið Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Íslenska stórbleikjan ekki útdauð enn Veiði Angling IQ komið út Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði Fleiri fréttir af opnunum laxveiðiánna Veiði Veiðifélaginn sparkaði fiskinum af önglinum Veiði