Ósáttur við vítaspyrnudóminn fram að spjalli við Ara Frey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 21:50 Erik Hamrén þarf nú að huga að undirbúningi fyrir leikinn geng Andorra á mánudag. vísir/vilhelm „Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
„Ég er stoltur af leikmönnunum og liðinu. Við gerðum allt sem við gátum en ég er auðvitað vonsvikinn að hafa ekki uppskorið fyrir vinnuna og hugrekkið. Stoltur en svekktur, þannig líður mér núna,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, eftir 0-1 tapið gegn Frökkum í undankeppni EM í kvöld. Tap Íslands þýðir að liðið þarf að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðlinum og treysta á að Frakkar sigri Tyrki á mánudag. Reyndar hefði staðan verið nákvæmlega sú sama hefði Ísland náð í stig í kvöld fyrst að Tyrkir sigruðu Albaníu með marki á lokamínútunni. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir að Ari Freyr Skúlason braut á Antoine Griezmann. Laugardalsvöllur brjálaðist og töldu flestir að sá franski hefði látið sig falla. „Frá mínu sjónarhorni hélt ég að þetta væri ekki víti. En ég ræddi við Ara og hann sagði mér að þetta hefði verið víti, þótt það hefði ekki litið þannig út þaðan sem ég sat.“ Ari Freyr viðurkenndi í viðtali eftir leikinn að um vítaspyrnu hefði verið að ræða. Hamrén upplýsti að meiðsli Jóhanns Berg Guðmundssonar, sem fór af velli eftir kortersleik, væru þess eðlis að hann gæti ekki spilað gegn Andorra á Laugardalsvelli á mánudag. Óvíst væri með þátttöku Rúnars Más Sigurjónssonar sem fór meiddur af velli seint í leiknum. Sá sænski taldi íslensku strákana hafa unnið fyrir stigi með frammistöðu sinni í kvöld. Jafntefli hefði í ljósi annarra úrslita ekki gefið liðinu mikið en þó uppskeru fyrir erfiðið, eitthvað sem allir íþróttamenn vilja fá. „Staðan er sú að við þurfum hjálp frá Frökkum,“ sagði Hamrén og á við leik heimsmeistaranna gegn Tyrkjum á mánudag. Birkir Bjarnason var einn besti leimaður Íslands í dag. Virkar í fínu standi þótt hann sé án liðs og hefur verið í undarlega langan tíma. „Birkir er hættur að koma mér á óvart. Hann spilar svo vel með okkur. Jafnvel þótt hann hafi verið án liðs í nokkurn tíma. Hann sýnir gæðin og reynsluna, ástæðu þess að við völdum hann,“ sagði Hamrén. Hann væri þó stoltur af öllum leikmönnum liðsins og það hefði hann sagt þeim. Það væri erfitt að kyngja tapi en þegar fram liðu stundir myndu þeir kannski átta sig á því og vera stoltir af frammistöðunni gegn heimsmeisturunum. Guðlaugur Victor Pálsson byrjaði leikinn nokkuð óvænt í stöðu hægri bakvarðar. Reiknað hafði verið með því að Hjörtur Hermannsson yrði þar líkt og í síðustu leikjum. Hjörtur vermdi hins vegar bekkinn í dag. Hamrén sagði þjálfarteymið hafa velt bæði fyrir sér Guðlaugi Victori og Hirti fyrir landsleikjahléð í júní. Þá hefði Hjörtur fengið sénsinn og staðið sig vel. „Ég vildi sjá Gulla og meta hans gæði. Ég er ánægður með hann líka.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira