Fótbolti

Barcelona ætlar ekki að eyða miklum peningum í janúar: Slæmar fréttir fyrir Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ernesto Valverde er þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde er þjálfari Barcelona. vísir/getty
Barcelona hefur gert það að lykilmarkmiði sínu í næsta félagaskiptaglugga að fá sér nýjan hægri bakvörð.

Katalónarnir eyddu 200 milljónum punda í leikmenn eins og Antoine Griezmann, Frenkie de Jong og Neto í sumar en ekki verða svipaðir peningar í boði í janúar.

Það eru ekki góðar fréttir fyrir Neymar að Börsungar ætli ekki að eyða miklum peningum í janúar en hann vildi ólmur komast til Börsunga í sumar.

Það náðist þó ekki samkomulag milli Barcelona og PSG og þessi áætlun Barcelona að ætla ekki að eyða miklum pening í janúar er væntanlega ekki til að gleðja Brasilíumanninn.

Hins vegar samkvæmt Marca vilja Börsungar styrkja hægri bakvarðarstöðuna en miðjumaðurinn Sergi Roberto hefur verið að leysa stöðuna að undanförnu.







Nelson Semedo er svo annar hægri bakvörður en hann hefur verið í stöðu vinstri bakvarðar eftir að Jordi Alba fór á meiðslalistann.

Hecton Bellerin, bakvörður Arsenal, hefur verið nefndur til sögunnar, en spænsku meistararnir hafa ekki byrjað verr í deildinni heima fyrir í 30 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×