Einkunnir eftir sigur gegn Andorra: Kolbeinn maður leiksins Íþróttadeild skrifar 14. október 2019 21:02 Kolbeinn skorar mark sitt í kvöld. vísir/vilhelm Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu gegn Andorra í kvöld. Kolbeinn var besti maður íslenska liðsins í 2-0 sigri á Andorra í undankeppni EM 2020 að mati íþróttadeildar Vísis. Kolbeinn skoraði eitt mark og var mjög líflegur í fremstu víglínu Íslands í kvöld en nokkrir voru nærri honum með sjö í einkunn. Alfreð Finnbogason náði sér ekki á strik við hlið Kolbeins í fremstu víglínunni í kvöld en hann fékk lægstu einkunn kvöldsins. Einkunnagjöf Vísis úr leiknum má sjá hér að neðan:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið sem ekkert að gera í markinu í dag enda sóknarleikur Androra varla til umræðu.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 7 Átti nokkrar ferðir upp hægri kantinn og átti fína fyrirgjöf á Kolbein þegar Ísland komst yfir. Skilaði boltanum ágætlega frá sér en það reyndi lítið á hann varnarlega.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 6 Skilaði sínu. Lenti einu sinni í vandræðum í fyrri hálfleik þegar hann missti boltann úti við hornfána. Að öðru leyti þurfti hann litlar áhyggjur að hafa af sóknarmönnum Andorra.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Reyndi lítið á Ragnar í miðri vörninni. Átti frábæra sendingu innfyrir vörn Andorra þegar Kolbeinn kom Íslandi í 2-0. Fór meiddur af velli strax eftir annað mark Íslands.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Átti nokkrar fyrirgjafir og var duglegur að koma upp vinstri kantinn enda lítil pressa á honum í vörninni. Hornspyrnur hans sköpuðu sjaldan hættu og Ari hefur oft verið hættulegri sóknarlega en í dag.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 7 Kom Íslandi í 1-0 með sínu fyrsta landsliðsmarki. Var áræðinn og gerði mjög vel í markinu þegar hann kom inn í teiginn af kantinum. Var ógnandi með hraða sínum og leikni og skilaði góðri vinnu.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Lét bæði leikmenn Andorra og dómarann fara töluvert mikið í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum. Hljóp mikið eins og venjulega og boltinn flaut vel í gegnum hann. Misnotaði vítaspyrnu í síðari hálfleik og átti stangarskot á lokasekúndum leiksins.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Var duglegur á miðjunni og töluvert í boltanum til að byrja með. Dró aðeins af honum þegar líða fór á leikinn en hélt boltanum vel og var ekkert í því að flækja hlutina. Frammistaðan í þessum tveimur landsleikjum hlýtur að hjálpa honum í leit hans að félagsliði að leika með.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 6 Gerðist ekki mikið í kringum hann sóknarlega lengst af. Átti fínan sprett þegar Ísland fékk vítið og skilaði sinni vinnu. Vann á þegar á leið leikinn.Alfreð Finnbogason, framherji 4 Komst ekki í takt við leikinn í framlínunni og fór af velli eftir klukkutíma leik. Var lítið í boltanum en átti eitt hálffæri í fyrri hálfleik. Tengdi lítið við Kolbein í fremstu víglínu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Skoraði seinna mark Íslands og lagði upp það fyrra. Var eins og kóngur í ríki sínu í loftinu og kláraði færið frábærlega þegar hann skoraði. Kolli er kominn nálægt sínu allra besta formi sem eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson - 5 (Kom inn fyrir Alfreð Finnbogason á 64.mínútu) Kom inn í framlínuna en var ekki mikið í boltanum eftir að hann kom inná.Sverrir Ingi Ingason - 5 (Kom inn fyrir Ragnar Sigurðsson á 68.mínútu) Fór í miðja vörnina strax eftir seinna mark Íslands. Reyndi ekkert á hann þær mínútur sem hann spilaði.Emil Hallfreðsson - 5 (Kom inn fyrir Birki Bjarnason á 70.mínútu) Fékk nokkrar mínútur í dag. Var þónokkuð í boltanum og sinnti því sem þurfti að gera ágætlega.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30 Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08 Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Andorra 2-0 | Strákarnir gerðu sitt í Laugardalnum Strákarnir okkar unnu skyldusigur á Andorra í kvöld en líkur liðsins á því að komast á EM í gegnum riðlakeppnina eru nánast að engu orðnar þar sem Frakkar og Tyrkir gerðu jafntefli. 14. október 2019 21:30
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14. október 2019 20:08
Twitter eftir sigurinn: „Hamrén sáði og Hamrén uppskar“ Twitter var vel á lífi yfir landsleiknum í kvöld. 14. október 2019 20:42