Hamrén grætur að fá ekki úrslitaleik gegn Tyrkjum Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 14. október 2019 21:23 Strákarnir sóttu stigin þrjú sem voru í boði. Það var samkvæmt áætlun en ekki 1-1 jafntefli Frakka og Tyrkja í París. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var ánægður með stigin þrjú gegn Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. Tilfinningin í herbúðum liðsins væri þó súr sökum niðurstöðunnar í Frakklandi. Þar náðu Tyrkir í stig og eru áfram á toppi riðilsins með Frökkum, fjórum stigum á undan Íslandi. „Við vildum og þurftum þrjú stig og við fengum þrjú stig. Ég er ánægður með það. Þið sáuð líkamstjáningu leikmanna. Tilfinningin er ekki eins og hún á að vera eftir sigur. Við vitum úrslitin í Frakklandi. Þetta er ekki búið en við vitum að þetta verður erfiðara. Við munum gera allt sem við getum og svo sjáum við til. Þrjú stig voru markmiðið í kvöld og það náðist.“ Von íslenska liðsins um að ná öðru sæti í riðlinum felst í því að sigra Tyrki ytra og svo Moldóvu í lokaleiknum. Tyrkir verða svo að misstíga sig í Andorra. Líklegt? Alveg eins ef miðað er við 1-0 sigur Tyrkja á Andorra í fyrri leik þjóðanna með marki á 89. mínútu. En frekar ólíklegt ef litið er til þess að Andorra hefur tapað 57 af 58 leikjum í sögu undankeppni EM.Ósáttur við töpuð einvígi Andorra menn eru ekki þekktir fyrir að skora mikið en öllu sterkari þegar kemur að því að loka leiðinni að markinu. Það tók íslenska liðið langt fram eftir fyrri hálfleik að brjóta vörn gestanna á bak aftur. „Þeir unnu fleiri einvígi en við, sérstaklega framan af leik en þeir komu okkur ekki á óvart. Þeir sýndu okkur það allan leikinn,“ sagði Hamrén. Hann var ósáttur við hversu oft Andorra hafði betur í baráttunni um boltann. „Ég var frekar pirraður því við unnum ekki einvígin sem við vildum vinna. Þeir unnu aðeins of mörg einvígi. Það skiptir svo miklu máli að vinna einvígin, ná seinni bolta og svo skora,“ sagði Hamrén. Það var uppskriftin að fyrra markinu þegar Kolbeinn Sigþórsson hafði betur í baráttu í teignum og Arnór hirti seinni bolta og kláraði færið vel. Kolbeinn var sömuleiðis öflugur þegar hann fékk sendingu fram, tók glæsilega við boltanum í baráttu við varnarmann Andorra og skoraði snyrtilega. Hamrén vildi lítið velta sér upp úr undankeppninni hingað til. Hvað hefði mátt gera betur, til dæmis í tapinu úti í Albaníu þar sem sótt var til sigurs í stöðunni 2-2. Jafntefli í þeim leik hefði þýtt úrslitaleik fyrir íslenska liðið í Tyrklandi í nóvember. Tyrkir hafa allt í höndum sér eins og staðan er núna jafnvel þótt Ísland nældi í þrjú stig ytra.Upplifað miklu kaldari kvöld „Tyrkland hefur líka fengið heppnina með sér, sem þarf. Þeir skoruðu í lokin gegn Andorra, í lokin gegn Albaníu og líka í dag. Við sjáum hvað gerist í síðustu leikjunum. Við sögðum fyrir undankeppnia að þetta myndi skýrast í nóvember, og þannig verður það. En ég væri glaðari ef ég vissi að leikurinn í Tyrklandi væri úrslitaleikur.“ Aðspurður hvort þetta væri eitt kaldasta kvöld hans í fótbolta, þar sem hann stóð á hlaupabrautinni í kulda og vindi hristi Hamrén hausinn. „Nei, alls ekki. Ég er frá Norður-Svíþjóð. Ég hef spilað leiki með í mínus átján gráðum í snjó á veturna,“ sagði Hamrén. Í framhaldinu benti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi Íslands, Hamrén á að heit máltíð biði hans á Nordica. Hamrén greip boltann á lofti enda hafði verið tilkynnt að síðsta spurningin hefði verið spurð.Klippa: Viðtal: Erik Hamrén EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, var ánægður með stigin þrjú gegn Andorra á Laugardalsvelli í kvöld. Tilfinningin í herbúðum liðsins væri þó súr sökum niðurstöðunnar í Frakklandi. Þar náðu Tyrkir í stig og eru áfram á toppi riðilsins með Frökkum, fjórum stigum á undan Íslandi. „Við vildum og þurftum þrjú stig og við fengum þrjú stig. Ég er ánægður með það. Þið sáuð líkamstjáningu leikmanna. Tilfinningin er ekki eins og hún á að vera eftir sigur. Við vitum úrslitin í Frakklandi. Þetta er ekki búið en við vitum að þetta verður erfiðara. Við munum gera allt sem við getum og svo sjáum við til. Þrjú stig voru markmiðið í kvöld og það náðist.“ Von íslenska liðsins um að ná öðru sæti í riðlinum felst í því að sigra Tyrki ytra og svo Moldóvu í lokaleiknum. Tyrkir verða svo að misstíga sig í Andorra. Líklegt? Alveg eins ef miðað er við 1-0 sigur Tyrkja á Andorra í fyrri leik þjóðanna með marki á 89. mínútu. En frekar ólíklegt ef litið er til þess að Andorra hefur tapað 57 af 58 leikjum í sögu undankeppni EM.Ósáttur við töpuð einvígi Andorra menn eru ekki þekktir fyrir að skora mikið en öllu sterkari þegar kemur að því að loka leiðinni að markinu. Það tók íslenska liðið langt fram eftir fyrri hálfleik að brjóta vörn gestanna á bak aftur. „Þeir unnu fleiri einvígi en við, sérstaklega framan af leik en þeir komu okkur ekki á óvart. Þeir sýndu okkur það allan leikinn,“ sagði Hamrén. Hann var ósáttur við hversu oft Andorra hafði betur í baráttunni um boltann. „Ég var frekar pirraður því við unnum ekki einvígin sem við vildum vinna. Þeir unnu aðeins of mörg einvígi. Það skiptir svo miklu máli að vinna einvígin, ná seinni bolta og svo skora,“ sagði Hamrén. Það var uppskriftin að fyrra markinu þegar Kolbeinn Sigþórsson hafði betur í baráttu í teignum og Arnór hirti seinni bolta og kláraði færið vel. Kolbeinn var sömuleiðis öflugur þegar hann fékk sendingu fram, tók glæsilega við boltanum í baráttu við varnarmann Andorra og skoraði snyrtilega. Hamrén vildi lítið velta sér upp úr undankeppninni hingað til. Hvað hefði mátt gera betur, til dæmis í tapinu úti í Albaníu þar sem sótt var til sigurs í stöðunni 2-2. Jafntefli í þeim leik hefði þýtt úrslitaleik fyrir íslenska liðið í Tyrklandi í nóvember. Tyrkir hafa allt í höndum sér eins og staðan er núna jafnvel þótt Ísland nældi í þrjú stig ytra.Upplifað miklu kaldari kvöld „Tyrkland hefur líka fengið heppnina með sér, sem þarf. Þeir skoruðu í lokin gegn Andorra, í lokin gegn Albaníu og líka í dag. Við sjáum hvað gerist í síðustu leikjunum. Við sögðum fyrir undankeppnia að þetta myndi skýrast í nóvember, og þannig verður það. En ég væri glaðari ef ég vissi að leikurinn í Tyrklandi væri úrslitaleikur.“ Aðspurður hvort þetta væri eitt kaldasta kvöld hans í fótbolta, þar sem hann stóð á hlaupabrautinni í kulda og vindi hristi Hamrén hausinn. „Nei, alls ekki. Ég er frá Norður-Svíþjóð. Ég hef spilað leiki með í mínus átján gráðum í snjó á veturna,“ sagði Hamrén. Í framhaldinu benti Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi Íslands, Hamrén á að heit máltíð biði hans á Nordica. Hamrén greip boltann á lofti enda hafði verið tilkynnt að síðsta spurningin hefði verið spurð.Klippa: Viðtal: Erik Hamrén
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira