Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en ekkert annað hafi verið í boði. Ljóst sé að þörf íbúa svæðisins sé gífurleg. Frá níunda október hafi hjálparstarfsmenn þurft að flýja átök í sjö bæjum og borgum.
Mikill hraði vendinga á átakasvæðinu gerði samtökunum ómögulegt að veita íbúum þjónustu.
„Fólk norðausturhluta Sýrlands hefur þegar þurft að þola átök og óvissu um árabil. Þessar nýjustu vendingar hafa einungis aukið þörfina á mannúðaraðstoð en þrátt fyrir það er ómögulegt að veita hana vegna mikils óöryggis,“ er haft eftir Robert Onus, yfirmanni MSF í Sýrlandi.
Samtökin hafa ekki aðeins verið að veita læknisaðstoð heldur var verið að útvega þúsundum þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín, teppi, vatn og aðrar nauðsynjar. Í gærkvöldi áætluðu Sameinuðu þjóðirnar að um 160 þúsund manns hefðu þurft að flýja heimili sín.
BREAKING:
— MSF UK Press Office (@MSF_Press) October 15, 2019
Due to the volatile situation in northeast #Syria, MSF has been forced to suspend the majority of its activities and evacuate all international staff from the region as their safety cannot be guaranteed.https://t.co/n4nglUNFIm