Tiger Woods gefur út ævisögu sína 15. október 2019 23:30 Ævisaga Tiger Woods er væntanleg Vísir/Getty Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er ljóst að með heitinu „Back“ er Woods að vitna í endurkomu sína á golfvöllinn en hann hefur yfirstigið urmul hindrana á undanförnum árum. Bókin mun byrja á uppvaxtarárum Woods, hún færir sig svo yfir í það hvernig hann skaust upp á stjörnuhimininn og varð að frægasta kylfingi í heimi. Sem stendur hefur hinn 43 ára gamli Woods unnið 81 PGA mót, næst flest allra í sögunni. Þar af 15 risamót. Þá mun Woods einnig kafa ofan í meiðslasögu sína, sem er nær endalaus, ásamt því að fjalla um erfiðleika sína heima fyrir. Kylfingurinn viðurkenndi á sínum tíma að hann væri kynlífsfíkill og endaði sú fíkn hjónaband hans þar sem hann hélt ítrekað framhjá þáverandi eiginkonu sinni. Hefur hann sóst hjálpar til að vinna bug á fíkninni. Bókin mun svo enda á sigri Woods á Augusta National risamótinu sem fram fór síðasta apríl. Með þeim sigri fullkomnaði hann í raun endurkomu sína en nær allur golfheimurinn hafði afskrifað Woods vegna síendurtekna bakmeiðsla sem höfðu skilið hann eftir háðan verkjalyfjum og nær óþekkjanlegan, innan vallar sem utan. Var það fyrsti sigur Woods á PGA móti í áratug. Þá hefur kylfingurinn sagt sjálfur að mikið hafi verið rætt og ritað um hans mál. Þar á meðal hafa verið gefnar út bækur sem hafa átt að vera einhverskonar ævisögur en aldrei hefur Woods tjáð sig. „Back“ verður í eina skiptið sem fólk mun geta lesið hvað gerðist í hans eigin orðum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira