Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 20:15 Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni. Íslenska á tækniöld Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira