Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 08:00 Erdogan er enn kokhraustur. Nordicphotos/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira