
Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna
Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum.
Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda.
Með vinsemd,
Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar
Skoðun

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Eyþór Máni Steinarsson skrifar

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar